Diaz, Salah, Gallagher, Jorginho, Greenwood, Cancelo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 02. desember 2022 16:51
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Elfar Freyr í Val (Staðfest) - Tveggja ára samningur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elfar Freyr Helgason er farinn frá Breiðabliki. Þetta kemur fram í færslu Breiðabliks á Facebook.

Fram kemur að Breiðablik og Valur hafi náð samkomulagi um félagaskipti Elfars yfir í Val. Elfar hefur glímt við meiðsli síðustu tvö tímabil, spilaði ekkert tímabilið 2021 en kom við sögu í alls sex leikjum á nýliðnu tímabili.

Hjá uppeldisfélaginu varð Elfar tvisvar sinnum Íslandsmeistari og einu sinni bikarmeistari, lék alls 302 leiki og skoraði ellefu mörk.

„Hann kveður félagið sem Íslandsmeistari og vill félagið þakka honum fyrir frábæra þjónustu undanfarin ár og óskar honum velfarnaðar hjá nýju félagi," segir í færslunni.

Elfar er 33 ára miðvörður sem leikið hefur með Breiðabliki, Augnabliki, AEK Aþenu (2011-2012), Stabæk (2012), Randers (2013) og Horsens (2017) á sínum ferli. Þá á hann að baki einn A-landsleik, gegn Ungverjalandi 2011.

„Elfar Freyr gerir 2ja ára samning við félagið. Hann hefur fyrir löngu sannað sig sem einn besti miðvörður efstu deildar og endurnýjar nú kynni sín við nýráðinn þjálfara Vals, Arnar Grétarsson," segir svo í færslu Vals.Athugasemdir
banner
banner
banner