Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fös 02. desember 2022 21:45
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Glódís spilaði í öruggum sigri - Hildur skoraði fyrir Sittard
Mynd: Getty Images

Það er ekki bara HM í Katar í gangi þessa dagana. Íslendingar voru í eldlínunni í Evrópuboltanum í kvöld.


Glódís Perla Viggósdóttir var í byrjunarliði Bayern í fyrsta leik 9. umferðar í efstu deild í Þýskalandi þegar liðið heimsótti Hoffenheim.

Bayern var marki yfir í hálfleik en markið kom eftir aðeins fimm mínútna leik. Bayern bætti þremur mörkum við í síðari hálfleik og vann 4-0. Bayern er í 2. sæti, tveimur stigum á eftir Sveindísi Jane og stöllum í Wolfsburg.

Hildur Antonsdóttir, leikmaður Sittard í efstu deildinni í Hollandi skoraði í 2-2 jafntefli gegn Telstar. Staðan var jöfn, 1-1 í hálfleik en Hildur kom liðinu yfir eftir tæplega 70 mínúnta leik. Allt stefndi í sigur en Telstar jafnaði metin þegar fjórar mínútur voru komnar framyfir venjulegan leiktíma.

Sittard er í 3. sæti, fjórum stigum á eftir Ajax sem er í 2. sæti. Telstar er á botninum og náði í sitt annað stig í dag eftir níu leiki.

Jón Daði Böðvarsson var tekinn af velli á 55. mínútu hjá Bolton gegn Bristol Rovers í þriðju efstu deild á Englandi. Bristol var 1-0 yfir í hálfleik en Dion Charles sem kom inn á fyrir Jón Daða tryggði Bolton stig með marki þegar fjórar mínútur voru komnar framyfir venjulegan leiktíma. 1-1 lokatölur.


Athugasemdir
banner