Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   fös 02. desember 2022 23:32
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Lineker: Besta riðlakeppnin í sögu HM
Mynd: Getty Images

Riðlakeppni HM í Katar lauk í kvöld en hún var gríðarlega spennandi og mikið óvænt átti sér stað.


Þjóðir á borð við Danmörku, Þýskaland, Belgíu og Úrúgvæ eru dottin úr leik.

Breytingar eru í bígerð fyrir HM 2026 en Gary Lineker fyrrum landsliðsmaður Englands er ekki spenntur fyrir henni. Hann hrósaði hins vegar riðlakeppninni í ár sem hann sagði þá skemmtilegustu í sögunni.

Áætlunin í dag er að hafa 16 þriggja liða riðla og tvö efstu liðin fara í 32 liða úrslit. Þá verða ekki leikir á sama tíma en það hefur sýnt sig í ár að það gerir þetta mjög spennandi.

Erlendir fjölmiðlar greina þó frá því að FIFA sé að skoða það að hætta við þetta nýja fyrirkomulag.


Athugasemdir
banner
banner
banner