Diaz, Salah, Gallagher, Jorginho, Greenwood, Cancelo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 02. desember 2022 22:33
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ronaldo pirraður þegar hann fór af velli - „Sagði honum að þegja"
Mynd: Getty Images

Cristiano Ronaldo lék 65 mínútur í 2-1 tapi Portúgal gegn Suður Kóreu í lokaumferð H-riðils á HM í dag.


Suður Kóreu mönnum fannst hann vera full lengi að koma sér af velli og einn leikmaður hvatti hann til að flýta sér af velli þar sem Suður Kórea þurfti mark til að komast áfram.

„Áður en ég fór af velli var einn af leikmönnunum þeirra að segja mér að flýta mér. Ég sagði honum að þegja, hann hefur engan rétt, hann þarf ekki að segja neitt," sagði Ronaldo.

„Ég myndi flýta mér ef dómarinn myndi segja eitthvað. Það eru engar deilur, þetta gerðist í hita leiksins."

Portúgal mætir Sviss í 16-liða úrslitum og Suður Kórea mætir Brasilíu.


Athugasemdir
banner
banner
banner