Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 02. desember 2022 20:18
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Suarez brjálaður: FIFA hefur alltaf verið á móti Úrúgvæ
Mynd: Getty Images

Leikmenn Úrúgvæ voru allt annað en sáttir eftir að hafa fallið úr leik þrátt fyrir 2-0 sigur á Gana í dag. Liðið þurfti þriggja marka sigur til að komast áfram.


Luis Suarez fór í viðtal eftir leikinn þar sem hann hraunaði yfir dómgæsluna og FIFA. Úrúgvæ vildi fá tvö víti og fannst vítið sem þeir fengu á sig ósanngjarnt.

„Fólkið hjá FIFA og dómarasamtökunum verða að útskýra það fyrir okkur hvernig þeir komust að þessum niðurstöðum. Dæma ótrúlega vítaspyrnu og við fáum ekki þessar tvær," sagði Suarez.

„Þetta er ekki afsökun en við verðum að segja eitthvað. Eftir leikinn vildi ég hitta börnin mín en FIFA bannaði það en leikmaður Frakka var með barnið sitt á bekknum. Það lítur út fyrir að Úrúgvæ þurfi meira vald, FIFA hefur alltaf verið á móti Úrúgvæ."


Athugasemdir
banner
banner