Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
banner
   mán 03. febrúar 2020 10:30
Magnús Már Einarsson
Sancho til Liverpool í sumar?
Powerade
Jadon Sancho.
Jadon Sancho.
Mynd: Getty Images
Cavani kemur mikið við sögu í slúðri dagsins.
Cavani kemur mikið við sögu í slúðri dagsins.
Mynd: Getty Images
Félagaskiptaglugginn lokaði fyrir helgi en þá byrja ensku blöðin bara að horfa til sumarsins!



Enrique Cerezo, forseti Atletico Madrid, segir að félagið hafi ekki „viljað láta ræna sig" og því hafi ekki náðst samningar við PSG um kaup á Edinson Cavani (32) í janúar. (ESPN)

Tammy Abraham, framherji Chelsea, var svekktur að Cavani kom ekki til félagsins. (Mirror)

Inter Miami, nýtt félag David Beckham í MLS deildinni, vill reyna að fá Cavani til sín í sumar. (L'Equipe)

Umboðsmaður Cavani segir að leikmaðurinn hefði hafnað Chelsea og Manchester United sama hversu há tilboð félögin hefðu komið með. (Mirror)

Willian (31) vill frekar gera nýjan samning við Chelsea heldur en að ganga í raðir Barcelona í sumar. (ESPN)

Barcelona hafnaði boði um að fá framherjann Fernando Llorente (34) frá Napoli í janúar. (AS)

Arsenal, Rangers og Manchester United hafa öll verið að skoða Sead Haksabanovic (20) miðjumann West Ham en hann er í láni hjá Norrköping í Svíþjóð. (Star)

Frank Lampard, stjóri Chelsea, vill fá nýjan markvörð í sumar eftir slakt tímabil hjá Kepa Arrizabalaga (25). Kepa var á bekknum gegn Leicester um helgina. (Express)

Mikel Arteta var tilbúinn að leyfa Mesut Özil (31) að fara frá Arsenal á lokadegi félagaskiptagluggans. (Mirror)

Ivan Rakitic (31) er ósáttur við að hafa ekki getað farið frá Barcelona í janúar en Manchester United og Juventus sýndu honum bæði áhuga. (Goal)

Boubakary Soumare (20) miðjumaður Lille hafnaði risatilboði frá Newcastle í janúar þar sem hann vonast til að geta gengið í raðir Liverpool eða Manchester United í sumar. (Le10sport)

Aðrar sögur segja að Soumare hafi hafnað Newcastle þar sem hann var ekki hrifinn af æfingasvæði félagsins en hann fékk myndir af því í gegnum myndbandssímtal. (Mail)

Liverpool vill fá Jadon Sancho (19) kantmann Borussia Dortmund í sínar raðir í sumar. (Express)

Roy Hodgson, stjóri Crystal Palace, hefur sagt stjórn félagsins að það þurfi að taka til í leikmannahópnum í sumar. (Standard)
Athugasemdir
banner
banner
banner