Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
   mán 03. febrúar 2020 23:00
Aksentije Milisic
Solskjær: Þurfti að hreinsa til
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, hefur sagt frá því að hann þurfti að losa sig við leikmenn sem voru ekki að gefa sig alla fyrir liðið. Það hafa margir leikmenn horfið á braut síðan Ole tók við liðinu en þá má nefna Romelu Lukaku, Ander Herrera, Matteo Darmian, Antonio Valencia og Ashley Young.

Þá hafa Alexis Sanchez, Chris Smalling og Marcos Rojo allir verið lánaðir frá félaginu.

„Ég held að stuðningsmennirnir sjái hvað við höfum verið að gera og þetta er eitthvað sem við þurftum að gera. Við erum að endurbyggja. Þú þurftir að rífa húsið niður og losa þig við leikmenn sem voru ekki með hugann við liðið," sagði Ole.

„Fyrir mig er það formsatriði. Þú verður ekki áfram hérna ef þú gefur ekki liðinu allt sem þú átt. Þegar ég kom inn þá var hópurinn ekki í lagi. Auðvitað erum við öðruvísí hópur heldur en sá sem Sir Alex Ferguson vann deildina með," hélt Solskjær áfram.

„Þessi hópur var ekki með þessa reynslu af því að vinna. En það kemur á næstu árum, klárlega. Við erum að vinna að því og þess vegna eru þessir leikmenn hér."


Athugasemdir
banner
banner
banner