Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 03. apríl 2020 21:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bjørnebye komst ekki á Akranes í óveðri - Sá svo Íslendinga út í fótbolta
Haukur Ingi Guðnason.
Haukur Ingi Guðnason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðmundur Þórarinsson og Stig Inge Bjørnebye.
Guðmundur Þórarinsson og Stig Inge Bjørnebye.
Mynd: Rosenborg
Haukur Ingi Guðnason, sálfræðingur og fyrrum fótboltamaður- og þjálfari, mætti í Sportið í dag á Stöð 2 Sport og ræddi við Kjartan Atla og Henry Birgi um séreinkenni íslensks íþróttafólks.

Haukur Ingi segist vilja rannsaka þetta og hefur hann heyrt þjálfara erlendis sem eru með íslenska leikmenn tala um þetta 'íslenska hugarfar' sem er svo frægt í íþróttum.

Haukur tók þá dæmisögu um það þegar Norðmaðurinn Stig Inge Bjørnebye ætlaði sér að fara upp á Akranes á sínum tíma.

„Hann Stig Inge Bjørnebye sem er núna yfirmaður knattspyrnumála hjá Rosenborg og er goðsögn hjá Liverpool. Hann var að vinna fyrir norska knattspyrnusambandið fyrir nokkrum árum og kom hingað til lands til að sjá hvað Íslendingarnir væru að gera," sagði Haukur.

„Hann var á leið upp á Skaga þegar hann hringir í mig og segir: 'Ég kemst ekki, það er bara það brjálað veður að ég kemst ekki út úr bænum'. Hann biður mig um að hitta sig og hvort við getum fengið okkur að borða og tekið spjall."

„Við mælum okkur mót og erum að ræða um hans sýn á þetta allt saman. Þá segir: 'Bara það að ég hafi ekki komist upp á Skaga sýndi mér mjög margt sem ég held að skilji á milli Íslendinga og Norðmanna. Það er mikið verið að tala um að menntun þjálfara á Íslandi er, en fjöldi menntaðra þjálfara er ekki endilega meiri en í Noregi'."

„Hann sagði: 'Ég held að þetta sé fyrst og fremst hugarfar. Ég var kominn upp í Mosfellsbæ þegar ég þurfti að snúa við. Ég keyrði til baka og keyrði fram hjá einhverjum tveimur völlum þar sem var æfing úti. Þetta hefði aldrei gerst í Noregi. Í Noregi þá er fólk bara inni þegar það er brjálað veður'."

Haukur segir Heiðar Helguson vera gott dæmi um 'íslenska hugarfarið'. „Heiðar Helguson er lýsandi dæmi. Hann fer út til Noregs og gafst aldrei upp. Hann er goðsögn hvar sem hann spilaði bara út frá þessu; dugnaði, hugarfari, og hann gafst ekki upp."

Umræðuna athyglisverðu má sjá hér að neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner