Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mið 03. apríl 2024 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Góðar fréttir fyrir Sancho?
Jadon Sancho.
Jadon Sancho.
Mynd: EPA
Wilcox er hér til vinstri.
Wilcox er hér til vinstri.
Mynd: Getty Images
Manchester United er að ganga frá ráðningu á Jason nokkrum Wilcox en það gætu verið góðar fréttir fyrir Jadon Sancho.

Sancho var í frystikistunni hjá Man Utd fyrri hluta tímabilsins. en hann neitaði að biðjast afsökunar á færslu sem hann birti seint í ágúst. Erik ten Hag, stjóri United, gagnrýndi þar Sancho og svaraði Englendingurinn fyrir sig en spilaði ekki mínútu eftir það.

Sancho var lánaður til Dortmund í janúar en Manchester Evening News veltir því fyrir sér hvort að ráðning Wilcox séu góðar fréttir fyrir kantmanninn.

Hinn 53 ára gamli Wilcox þjálfaði áður Sancho þegar leikmaðurinn var í unglingaliðum Manchester City.

Wilcox var þjálfari U18 liðs Man City um skeið og tók hann svo við sem yfirmaður akademíu City. Samband hans við Sancho er sagt gott.

Wilcox gengdi síðast stöðu yfirmanns fótboltamála hjá Southampton en hann hætti þar fyrir stuttu þar sem hann er á leið í stórt hlutverk á bak við tjöldin hjá Man Utd.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner