Dembele til Englands - Ramsdale orðaður við Bayern - Alexander-Arnold ætlar að framlengja við Liverpool
   lau 03. júní 2023 17:13
Brynjar Ingi Erluson
Einkunnir Man City og Man Utd: Gündogan og Stones stórkostlegir
Ilkay Gündogan lyftir bikarnum á Wembley
Ilkay Gündogan lyftir bikarnum á Wembley
Mynd: EPA
Þýski miðjumaðurinn Ilkay Gündogan átti stórleik er Manchester City varð enskur bikarmeistari eftir að hafa unnið 2-1 sigur á nágrönnum þeirra í Manchester United á Wembley í dag.

Gündogan skoraði tvö lagleg mörk en þessi magnaði leikmaður nýtur sín best í lok tímabils.

Bæði mörk hans komu fyrir utan teiginn, þó David De Gea, markvörður United, vissulega átt að vera betur staðsettur í seinna markinu.

Gündogan fær 9 fyrir frammistöðuna og var maður leiksins en John Stones var engu síðri. Hann var stórkostlegur í vörninni og færði sig þá inn á miðju eins og hann hefur gert oft á þessu tímabili.

Alejandro Garnacho, sem kom inná sem varamaður hjá United, var lang líflegastur og fær 8 í einkunn.

Man City: Ortega (7), Walker (7), Dias (7), Akanji (7), Stones (8), Rodri (7), Silva (7), De Bruyne (7), Gundogan (9), Grealish (6), Haaland (7)
Varamenn: Foden (7).

Man Utd: De Gea (6), Wan-Bissaka (6), Varane (6), Lindelof (6), Shaw (7), Casemiro (7), Eriksen (6), Fred (6), Fernandes (7), Rashford (6), Sancho (6)
Varamenn: Garnacho (8), Weghorst (6), McTominay (6)
Athugasemdir
banner