Fær ekki að fara fyrr en Salah snýr aftur - Vill fara frá Tottenham - Juventus orðað við marga - Guehi til Þýskalands?
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
banner
   sun 03. júlí 2022 14:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Herzogenaurach
Amanda yngst á EM - „Ég sé alls ekkert eftir því"
Icelandair
Amanda Andradóttir.
Amanda Andradóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Amanda Andradóttir er yngsti leikmaðurinn sem tekur þátt á EM í sumar. Hún er aðeins 18 ára gömul, en er hluti af íslenska landsliðshópnum þrátt fyrir ungan aldur.

Amanda spjallaði við fréttamann Fótbolta.net eftir æfingu liðsins í Þýskalandi en þar er liðið að undirbúa sig fyrir EM.

„Þær eru allar svo ‘nice’ hérna og mjög létt að komast inn í hópinn. Það er alltaf mjög gaman að hitta stelpurnar,” segir Amanda.

Þessi efnilegi leikmaður gat einnig valið að spila fyrir norska landsliðið, en valdi frekar það íslenska. Hún kemur úr mikilli fótboltafjölskyldu þar sem faðir hennar er Andri Sigþórsson og frændi hennar er Kolbeinn Sigþórsson.

Spurð hvort hún sjái eftir því að hafa valið íslenska landsliðið, þá segir hún: „Alls ekki. Ég er mjög ánægð hérna. Ég sé ekkert eftir því. Það er mjög gaman að vera hérna.”

Hún kveðst mjög spennt fyrir því að fara á EM með Íslandi. „Það er mjög stórt að fara á EM og ég er mjög spennt.”

Allt viðtalið er í spilaranum hér að ofan.

Sjá einnig:
Ísland eina landið sem á tvær á lista yfir stjörnur framtíðarinnar
Athugasemdir
banner
banner