Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
   sun 03. júlí 2022 14:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Herzogenaurach
Hallbera: Illa vegið og verið að kalla okkur svindlara
Icelandair
Hallbera á æfingunni í dag.
Hallbera á æfingunni í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
'Núna njótum við þess að æfa við góðar aðstæður í góðu veðri'
'Núna njótum við þess að æfa við góðar aðstæður í góðu veðri'
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Æfingin var mjög skemmtileg. Reyndar töpuðum við í eldra liðinu tveimur keppnum. Við þurfum að rífa okkur í gang þar, en annars skemmtileg æfing,” sagði Hallbera Guðný Gísladóttir, bakvörður landsliðsins, í samtali við Fótbolta.net í dag.

Liðið er þessa stundina í æfingabúðum í Þýskalandi þar sem er æft við góðar aðstæður fyrir Evrópumótið sem er framundan.

Hallbera er þekkt fyrir að vera mikil keppnismanneskja. Er hún lengi að jafna sig eftir að hafa tapað svona keppnum á æfingum?

„Það er misjafnt sko. Núna í dag er létt yfir hópnum og kannski ekki rétti tíminn til að fara í einhverja fýlu. Það kemur alveg fyrir að maður sé svolítið pirraður.”

Hallbera var þá spurð út í myndband sem birtist á samfélagsmiðlum í gær þar sem hún og Ingibjörg Sigurðardóttir rifust í léttum dúr um svindl á æfingu, en þegar eldri og yngri mætast á æfingum myndast oft mikill hiti.

„Það er illa vegið að okkur og verið að kalla okkur svindlara. Þær kunna ekki að tapa þessar yngri," sagði Hallbera létt. „Það er rosalegt keppnisskap og um leið og það er einhver smá keppni - sama hvort það sé mylla eða eitthvað annað - þá verður allt vitlaus.”

Hallbera segir að þessir dagar með landsliðinu hafi verið mjög góðir. „Það er fínt að við byrjuðum heima, en við sem búum ekki heima þurftum að gera mikið og hitta marga. Svo er fínt að kúpla sig út og taka aðeins lengri tíma úti fyrir EM. Það var fínt að fá þennan leik líka.”

„Núna njótum við þess að æfa við góðar aðstæður í góðu veðri. Svo er þetta bara að fara að byrja!”

Hallbera segir að það sé gott að fara inn á EM með sigur, en liðið vann góðan 1-3 sigur á Póllandi í æfingaleik á dögunum. Hér fyrir ofan má sjá viðtalið í heild sinni þar sem Hallbera fer um víðan völl.

Sjá einnig:
„Berrý, þú þarft aðeins að slaka á sko"


Athugasemdir
banner
banner