Mainoo, Konate og Mac Allister eftirsóttir - Tonali með heimþrá - Semenyo til Liverpool?
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   sun 03. júlí 2022 14:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Herzogenaurach
Hallbera: Illa vegið og verið að kalla okkur svindlara
Icelandair
Hallbera á æfingunni í dag.
Hallbera á æfingunni í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
'Núna njótum við þess að æfa við góðar aðstæður í góðu veðri'
'Núna njótum við þess að æfa við góðar aðstæður í góðu veðri'
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Æfingin var mjög skemmtileg. Reyndar töpuðum við í eldra liðinu tveimur keppnum. Við þurfum að rífa okkur í gang þar, en annars skemmtileg æfing,” sagði Hallbera Guðný Gísladóttir, bakvörður landsliðsins, í samtali við Fótbolta.net í dag.

Liðið er þessa stundina í æfingabúðum í Þýskalandi þar sem er æft við góðar aðstæður fyrir Evrópumótið sem er framundan.

Hallbera er þekkt fyrir að vera mikil keppnismanneskja. Er hún lengi að jafna sig eftir að hafa tapað svona keppnum á æfingum?

„Það er misjafnt sko. Núna í dag er létt yfir hópnum og kannski ekki rétti tíminn til að fara í einhverja fýlu. Það kemur alveg fyrir að maður sé svolítið pirraður.”

Hallbera var þá spurð út í myndband sem birtist á samfélagsmiðlum í gær þar sem hún og Ingibjörg Sigurðardóttir rifust í léttum dúr um svindl á æfingu, en þegar eldri og yngri mætast á æfingum myndast oft mikill hiti.

„Það er illa vegið að okkur og verið að kalla okkur svindlara. Þær kunna ekki að tapa þessar yngri," sagði Hallbera létt. „Það er rosalegt keppnisskap og um leið og það er einhver smá keppni - sama hvort það sé mylla eða eitthvað annað - þá verður allt vitlaus.”

Hallbera segir að þessir dagar með landsliðinu hafi verið mjög góðir. „Það er fínt að við byrjuðum heima, en við sem búum ekki heima þurftum að gera mikið og hitta marga. Svo er fínt að kúpla sig út og taka aðeins lengri tíma úti fyrir EM. Það var fínt að fá þennan leik líka.”

„Núna njótum við þess að æfa við góðar aðstæður í góðu veðri. Svo er þetta bara að fara að byrja!”

Hallbera segir að það sé gott að fara inn á EM með sigur, en liðið vann góðan 1-3 sigur á Póllandi í æfingaleik á dögunum. Hér fyrir ofan má sjá viðtalið í heild sinni þar sem Hallbera fer um víðan völl.

Sjá einnig:
„Berrý, þú þarft aðeins að slaka á sko"


Athugasemdir
banner
banner