29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   sun 03. júlí 2022 14:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Herzogenaurach
Hallbera: Illa vegið og verið að kalla okkur svindlara
Icelandair
Hallbera á æfingunni í dag.
Hallbera á æfingunni í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
'Núna njótum við þess að æfa við góðar aðstæður í góðu veðri'
'Núna njótum við þess að æfa við góðar aðstæður í góðu veðri'
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Æfingin var mjög skemmtileg. Reyndar töpuðum við í eldra liðinu tveimur keppnum. Við þurfum að rífa okkur í gang þar, en annars skemmtileg æfing,” sagði Hallbera Guðný Gísladóttir, bakvörður landsliðsins, í samtali við Fótbolta.net í dag.

Liðið er þessa stundina í æfingabúðum í Þýskalandi þar sem er æft við góðar aðstæður fyrir Evrópumótið sem er framundan.

Hallbera er þekkt fyrir að vera mikil keppnismanneskja. Er hún lengi að jafna sig eftir að hafa tapað svona keppnum á æfingum?

„Það er misjafnt sko. Núna í dag er létt yfir hópnum og kannski ekki rétti tíminn til að fara í einhverja fýlu. Það kemur alveg fyrir að maður sé svolítið pirraður.”

Hallbera var þá spurð út í myndband sem birtist á samfélagsmiðlum í gær þar sem hún og Ingibjörg Sigurðardóttir rifust í léttum dúr um svindl á æfingu, en þegar eldri og yngri mætast á æfingum myndast oft mikill hiti.

„Það er illa vegið að okkur og verið að kalla okkur svindlara. Þær kunna ekki að tapa þessar yngri," sagði Hallbera létt. „Það er rosalegt keppnisskap og um leið og það er einhver smá keppni - sama hvort það sé mylla eða eitthvað annað - þá verður allt vitlaus.”

Hallbera segir að þessir dagar með landsliðinu hafi verið mjög góðir. „Það er fínt að við byrjuðum heima, en við sem búum ekki heima þurftum að gera mikið og hitta marga. Svo er fínt að kúpla sig út og taka aðeins lengri tíma úti fyrir EM. Það var fínt að fá þennan leik líka.”

„Núna njótum við þess að æfa við góðar aðstæður í góðu veðri. Svo er þetta bara að fara að byrja!”

Hallbera segir að það sé gott að fara inn á EM með sigur, en liðið vann góðan 1-3 sigur á Póllandi í æfingaleik á dögunum. Hér fyrir ofan má sjá viðtalið í heild sinni þar sem Hallbera fer um víðan völl.

Sjá einnig:
„Berrý, þú þarft aðeins að slaka á sko"


Athugasemdir
banner
banner
banner