Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Brynjar Björn útskýrir útlendingafjöldann
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
banner
   sun 03. júlí 2022 14:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Herzogenaurach
Hallbera: Illa vegið og verið að kalla okkur svindlara
Icelandair
Hallbera á æfingunni í dag.
Hallbera á æfingunni í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
'Núna njótum við þess að æfa við góðar aðstæður í góðu veðri'
'Núna njótum við þess að æfa við góðar aðstæður í góðu veðri'
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Æfingin var mjög skemmtileg. Reyndar töpuðum við í eldra liðinu tveimur keppnum. Við þurfum að rífa okkur í gang þar, en annars skemmtileg æfing,” sagði Hallbera Guðný Gísladóttir, bakvörður landsliðsins, í samtali við Fótbolta.net í dag.

Liðið er þessa stundina í æfingabúðum í Þýskalandi þar sem er æft við góðar aðstæður fyrir Evrópumótið sem er framundan.

Hallbera er þekkt fyrir að vera mikil keppnismanneskja. Er hún lengi að jafna sig eftir að hafa tapað svona keppnum á æfingum?

„Það er misjafnt sko. Núna í dag er létt yfir hópnum og kannski ekki rétti tíminn til að fara í einhverja fýlu. Það kemur alveg fyrir að maður sé svolítið pirraður.”

Hallbera var þá spurð út í myndband sem birtist á samfélagsmiðlum í gær þar sem hún og Ingibjörg Sigurðardóttir rifust í léttum dúr um svindl á æfingu, en þegar eldri og yngri mætast á æfingum myndast oft mikill hiti.

„Það er illa vegið að okkur og verið að kalla okkur svindlara. Þær kunna ekki að tapa þessar yngri," sagði Hallbera létt. „Það er rosalegt keppnisskap og um leið og það er einhver smá keppni - sama hvort það sé mylla eða eitthvað annað - þá verður allt vitlaus.”

Hallbera segir að þessir dagar með landsliðinu hafi verið mjög góðir. „Það er fínt að við byrjuðum heima, en við sem búum ekki heima þurftum að gera mikið og hitta marga. Svo er fínt að kúpla sig út og taka aðeins lengri tíma úti fyrir EM. Það var fínt að fá þennan leik líka.”

„Núna njótum við þess að æfa við góðar aðstæður í góðu veðri. Svo er þetta bara að fara að byrja!”

Hallbera segir að það sé gott að fara inn á EM með sigur, en liðið vann góðan 1-3 sigur á Póllandi í æfingaleik á dögunum. Hér fyrir ofan má sjá viðtalið í heild sinni þar sem Hallbera fer um víðan völl.

Sjá einnig:
„Berrý, þú þarft aðeins að slaka á sko"


Athugasemdir
banner
banner