Antoine Semenyo, Bruno Fernandes, Nicolas Jackson og fleiri koma við sögu.
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
   sun 03. júlí 2022 14:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Herzogenaurach
Hallbera: Illa vegið og verið að kalla okkur svindlara
Icelandair
Hallbera á æfingunni í dag.
Hallbera á æfingunni í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
'Núna njótum við þess að æfa við góðar aðstæður í góðu veðri'
'Núna njótum við þess að æfa við góðar aðstæður í góðu veðri'
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Æfingin var mjög skemmtileg. Reyndar töpuðum við í eldra liðinu tveimur keppnum. Við þurfum að rífa okkur í gang þar, en annars skemmtileg æfing,” sagði Hallbera Guðný Gísladóttir, bakvörður landsliðsins, í samtali við Fótbolta.net í dag.

Liðið er þessa stundina í æfingabúðum í Þýskalandi þar sem er æft við góðar aðstæður fyrir Evrópumótið sem er framundan.

Hallbera er þekkt fyrir að vera mikil keppnismanneskja. Er hún lengi að jafna sig eftir að hafa tapað svona keppnum á æfingum?

„Það er misjafnt sko. Núna í dag er létt yfir hópnum og kannski ekki rétti tíminn til að fara í einhverja fýlu. Það kemur alveg fyrir að maður sé svolítið pirraður.”

Hallbera var þá spurð út í myndband sem birtist á samfélagsmiðlum í gær þar sem hún og Ingibjörg Sigurðardóttir rifust í léttum dúr um svindl á æfingu, en þegar eldri og yngri mætast á æfingum myndast oft mikill hiti.

„Það er illa vegið að okkur og verið að kalla okkur svindlara. Þær kunna ekki að tapa þessar yngri," sagði Hallbera létt. „Það er rosalegt keppnisskap og um leið og það er einhver smá keppni - sama hvort það sé mylla eða eitthvað annað - þá verður allt vitlaus.”

Hallbera segir að þessir dagar með landsliðinu hafi verið mjög góðir. „Það er fínt að við byrjuðum heima, en við sem búum ekki heima þurftum að gera mikið og hitta marga. Svo er fínt að kúpla sig út og taka aðeins lengri tíma úti fyrir EM. Það var fínt að fá þennan leik líka.”

„Núna njótum við þess að æfa við góðar aðstæður í góðu veðri. Svo er þetta bara að fara að byrja!”

Hallbera segir að það sé gott að fara inn á EM með sigur, en liðið vann góðan 1-3 sigur á Póllandi í æfingaleik á dögunum. Hér fyrir ofan má sjá viðtalið í heild sinni þar sem Hallbera fer um víðan völl.

Sjá einnig:
„Berrý, þú þarft aðeins að slaka á sko"


Athugasemdir
banner