Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 03. ágúst 2020 09:30
Ívan Guðjón Baldursson
Mirror: Arsenal býður Aubameyang þriggja ára samning í vikunni
Mynd: Getty Images
Pierre-Emerick Aubameyang hefur reynst algjör lykilmaður fyrir Arsenal en hann á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við félagið.

Aubameyang er 31 árs gamall og hefur gert 70 mörk í 109 leikjum á tveimur og hálfu ári. Arsenal hefur verið að spila langt undir væntingum síðustu ár og vill félagið gera allt í sínu valdi til að halda framherjanum öskufljóta.

Samkvæmt Mirror myndi Auba fá 250 þúsund pund á viku með nýja samningnum og yrði þannig næstlaunahæsti leikmaður félagsins eftir Mesut Özil, sem á einnig ár eftir af sínum samningi.

Arsenal getur leyft sér að bjóða honum svo góðan samning eftir að Auba tryggði þátttöku í Evrópudeildinni á næsta ári með því að skora tvennu í 2-1 sigri gegn Chelsea í úrslitaleik FA bikarsins um helgina.

Mikel Arteta, stjóri Arsenal, hefur miklar mætur á Aubameyang og segir hann vera á góðri leið með að verða að goðsögn hjá félaginu.

„Við höfum alltaf haft ótrúlega sóknarmenn hjá þessu félagi og Auba á skilið samanburð við þá allra bestu sem hafa spilað hér."

Thierry Henry, Dennis Bergkamp, Ian Wright og Robin van Persie eru meðal frægustu sóknarmanna Arsenal frá aldamótum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner