Haaland verður með riftunarákvæði - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Antony til Newcastle?
banner
   lau 03. ágúst 2024 16:01
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Lengjudeildin: Ótrúlegur endir þegar ÍBV vann Þjóðhátíðarleikinn
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

ÍBV 2 - 1 Njarðvík
0-1 Kaj Leo Í Bartalstovu ('24 )
1-1 Oliver Heiðarsson ('79 )
2-1 Oliver Heiðarsson ('93 )
Lestu um leikinn


ÍBV fékk Njarðvík í heimsókn í Þjóðhátíðarleiknum í ár en liðin voru jöfn að stigum í 2. og 3. sæti Lengjudeildarinnar fyrir leikinn.

Kaj Leo í Bartalstovu sá til þess að gestirnir voru með forystuna í hálfleik þegar laglegt skot hans rétt fyirir utan vítateiginn söng í netinu.

Eyjamenn fengu tækifæri til að jafna metin fyrir lok fyrri hálfleiks en tókst ekki að skora.

ÍBV vildi fá vítaspyrnu þegar Tómas Bent féll í teignum en ekkert dæmt. Stuttu síðar náðu Eyjamenn að jafna en það gerði Oliver Heiðarsson þegar hann skallaði boltann í netið eftir hornspyrnu frá Vicente Valor.

Oliver tryggði síðan Eyjamönnum stigin þrjú þegar hann fékk boltann eftir slæm mistök frá Aroni Snæ Friðrikssyni í marki Njarðvíkur en hann rann þegar hann sparkaði í boltann. Boltinn fór beint á Oliver sem skaut frá miðju í stöngina og inn.


Athugasemdir
banner