Man Utd og Newcastle berjast um Sesko - Chelsea vill Simons og Garnacho - Nunez til Milan?
Viktor skoraði mark sem fékk ekki að standa - „Boltinn fer af mjöðminni minni."
Sveinn Gísli: Ég ætla ekki að jinxa neitt
Sölvi: Þurfum svo sannarlega á honum að halda
Haddi Jónasar: Erum á miklu betri stað núna en við vorum á fyrir tveimur mánuðum
Heimir: Svekktur að taka ekki þrjú stig á heimavelli
Dóri Árna: Það kannast enginn í dómarateyminu við að hafa séð þetta eða dæmt þetta
Láki: Flest lið eru búin að þjást á móti KR í sumar
Alex Freyr: Frábær byrjun á þessari veislu
Óskar Hrafn: Frammistaðan veldur áhyggjum
Víkingar fara til Danmerkur - „Fínt að fara aðeins nær en að vera fara til Kósóvó eða Albaníu"
Miklu meira álag á Val en Zalgiris - „Að komast áfram er ekki bara fyrir okkur“
Sölvi Geir: Erum komnir í törn sem er virkilega skemmtileg en á sama tíma krefjandi
Danni Hafsteins: Bara geggjað, alltaf gaman í Köben
Jón Óli: Hrikalega sár og svekktur
Kom Adam á óvart að hafa ekki byrjað - „Ég get ekkert sagt“
Þjálfari Silkeborg: Þetta er ekki léttir heldur gleði
Nik: Ég myndi ekki segja að ég væri stoltur
Hallgrímur Mar: Þeir skoruðu eitthvað ógeðslegt mark sem tryggði þeim sigur
Haddi Jónasar: Hefðum átt að vinna - Klúðrum þremur dauðafærum í framlengingunni
Heimsóknin - KFA og Höttur/Huginn
   sun 03. ágúst 2025 19:48
Anton Freyr Jónsson
Dóri Árna: Það kannast enginn í dómarateyminu við að hafa séð þetta eða dæmt þetta
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Ég er svekktur, svekktur að hafa ekki farið með betri stöðu inn í hálfleikinn en við spiluðum virkilega góðan fyrri hálfleik." sagði Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks eftir 1-1 jafnteflið gegn KA Í Bestu deild karla.


Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  1 KA

„KA menn komu rosalega mjög góðir inn í síðari hálfleikinn. Það bætti helvíti vel í vindinn þótt það sé nú aum afsökun en sóknirnar þeirra enduðu alltaf mjög neðarlega á okkar vallarhelmingi þannig við þurftum að koma okkur upp allan völlin og ákvarðanartökur ekki nógu góðar og seinni hálfleikurinn bara heilt yfir ekki góður."

Stóra atvikið var þegar Viktor Örn Margeirsson skoraði en markið var dæmt af en það var hendi dæmd á Viktor Örn. 
'
„Bara gríðarlega vel gert hjá KA liðinu. Einn sem byrjar og allir aðrir fara af stað og grípa um hendina á sér. Það kannast enginn í dómarateyminu við að hafa séð þetta eða dæmt þetta þannig þetta hefur komið einhversstaðar himnum ofan og það hlýtur að vera rétt."

Nánar var rætt við Dóra í viðtalinu hér að ofan.


Athugasemdir
banner