„Ég er bara hrikalega ánægður með þetta stig" voru fyrstu viðbrögð Hallgríms Jónassonar þjálfara KA eftir 1-1 jafntefli við Breiðablik í Bestu deild karla.
Lestu um leikinn: Breiðablik 1 - 1 KA
„Mér fannst við frekar góðir í dag, allir leggja sig fram og í lokin þegar menn voru komnir með þreyttar lappir og þá voru menn ekkert að spara sig í varnaravinnunni og það segir mér að hópurinn er á helvíti flottum stað andlega. Við hefðum geta skorað meira, þeirr hefðu geta skorað meira svo þetta er sennilega bara sanngjart jafntefli."
KA er nýkomið úr einvígi gegn Silkeborg en það er leikur sem fór alla leið í framlengingu og því getur Haddi verið sáttur með þetta stig á Kópavogsvelli í dag.
„Það er gaman að sjá að við erum aðeins að hreyfa hópinn og allir með hlutina á hreinu og tilbúnir að berjast fyrir hvorn annan. Þeir sem komu inn af bekknum eru búnir að gera vel fyirr okkur, bæði á móti Silkeborg og aftur hér í dag þannig við erujm bara á góðum stað núna og mér finnst við á miklu betri stað en vð vorum á fyrir tveimur mánuðujm síðan."
Nánar var rætt við Hadda í sjónvarpinu hér að ofan, meðal annars um markið sem var dæmt af undir lokin.