„Ég er ósáttur með að hafa ekki náð að klára þetta, mér fannst við heilt yfir betri en síðari hálfiekurinn var pínu skrítinn og ég er ekki alveg nógu sáttur með hluta af honum " sagði Viktor Örn Margeirsson leimaður Breiðabliks eftir jafntelfið við KA í dag.
Lestu um leikinn: Breiðablik 1 - 1 KA
„Það var svekkjandi að ná ekki að klára þetta í lokin þótt við eigum ekki að þurfa að grinda þett út á 90 plús."
Stóra atvikið var þegar Viktor Örn Margeirsson skoraði en markið var dæmt af en það var hendi dæmd. Við fengum Viktor Örn til okkar til að fara yfir hvað kom fyrir þarna á teignum en hendi var dæmd á Viktor og fékk markið ekki að standa.
„Tobias á einhvern góðan skalla þarna á fjær og einhver darraðadans þar sem þeir bjarga á línu, ég veit ekki alveg nákvæmlega hvernig það var og boltinn endar svo aftur til hans og ég veit ekki hvort að hann hafi skallað eða skotið og hann fer af mjöðminni minni og inn einhvern veginn en þeir garga og grenja og dómarinn fer náttúrulega í meðvirknina sína einnig og hlustar á þá og þetta bara eins og gengur og gerist, ég veit ekki hvað þeir sjá."
Nánar var rætt við Viktor Örn hér að ofan í sjónvarpinu