Ryan Gravenberch er í landsliðshópi Hollands sem mætir Bosníu og Herzegóvínu og Þýskalandi í Þjóðadeildinni.
Gravenberch hefur byrjað tímabilið gríðarlega vel í nýrri stöðu, sem aftasti miðjumaður, undir stjórn Arne Slot hjá Liverpool.
Ronald Koeman, þjálfari hollenska landsliðsins, var spurður út í frammistöðu miðjumannsins í upphafi tímabilsins.
„Ég hef alltaf séð hæfileikana en mér hefur fundist vanta upp á einbeitinguna. Hann hefur þurft að bæta það og það er útlit fyrir að phann sé búinn að átta sig á því hvað menn vilja fá frá honum," sagði Koeman.
Athugasemdir