Sancho, Van de Beek, Greenwood, Soule, Todibo, Müller og fleiri góðir koma við sögu í slúðri dagsins
   þri 03. október 2023 20:09
Ívan Guðjón Baldursson
Óstöðvandi Bellingham komið að ellefu mörkum í níu leikjum
Mynd: EPA
Miðjumaðurinn sóknarsinnaði Jude Bellingham hefur verið óstöðvandi frá félagsskiptum sínum til Real Madrid.

Bellingham var lykilmaður í liði Borussia Dortmund en hefur verið að standa sig enn betur eftir flutninginn til Spánar. Hann er að spila með Real Madrid þessa stundina á útivelli gegn Napoli í riðlakeppni Meistaradeildarinnar og er búinn að skora og leggja upp.

Þetta er níundi keppnisleikur Bellingham í treyju Real og er hann kominn með átta mörk og þrjár stoðsendingar. Það er ótrúleg tölfræði fyrir þennan unga leikmann.

Bellingham er ekki nema 20 ára gamall en hefur nú þegar spilað 26 landsleiki fyrir England.
Athugasemdir
banner
banner
banner