Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   lau 03. desember 2022 20:40
Brynjar Ingi Erluson
Ástralar minnka muninn - Er von?
Ástralía er búið að minnka muninn í 2-1 gegn Argentínu en liðið fékk örlitla hjálp við að koma boltanum í netið.

Lionel Messi kom Argentínumönnum á bragðið tíu mínútum fyrir lok fyrri hálfleiks áður en Mat Ryan, markvörður Ástrala, gaf mark á silfurfati í byrjun þess síðari.

Ástralar ætla þó ekki að leggja árar í bát því Craig Goodwin var rétt í þessu að minnka muninn.

Goodwin átti skot fyrir utan teig sem fór af Enzo Fernandez og í hægra hornið. Óverjandi fyrir Emiliano Martínez í markinu.


Athugasemdir