Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 03. desember 2022 05:55
Elvar Geir Magnússon
HM í dag - Messi í eldlínunni þegar 16-liða úrslitin hefjast
Christian Pulisic, leikmaður Bandaríkjanna.
Christian Pulisic, leikmaður Bandaríkjanna.
Mynd: Getty Images
Lionel Messi.
Lionel Messi.
Mynd: Getty Images
16-liða úrslit HM
15:00 Holland - Bandaríkin
19:00 Argentína - Ástralía

Holland og Bandaríkin eigast við í fyrsta leik 16-liða úrslita HM í dag og í kvöld mætast svo Argentína og Ástralía.

Gregg Berhalter landsliðsþjálfari Bandaríkjanna sagði á fréttamannafundi að hann væri bjartsýnn á að Christian Pulisic, sem meiddist þegar hann skoraði sigurmarkið gegn Íran, gæti spilað í leiknum í dag.



Lionel Messi og félagar í Argentínu komu sér í 16-liða úrslitin þrátt fyrir herfilega byrjun á mótinu. Eftir tapið gegn Sádi-Arabíu vann liðið baráttusigur gegn Mexíkó og sýndi svo yfirburði í sigrinum gegn Póllandi.

Líklegt byrjunarlið Hollands: Noppert; Timber, Van Dijk, Ake; Dumfries, De Roon, F. De Jong, Blind; Klaassen; Gakpo, Memphi Depay.

Líklegt byrjunarlið Bandaríkjanna: Turner; Dest, Carter-Vickers, Ream, Robinson; McKennie, Adams, Musah; Weah, Sargent, Pulisic.

Líklegt byrjunarlið Argentínu: E. Martinez; Molina, Otamendi, Romero, Tagliafico; Mac Allister, Fernandez, De Paul; Alvarez, Messi, Di Maria

Líklegt byrjunarlið Ástralíu: Ryan; Karacic, Souttar, Rowles, Behich; Mooy; Leckie, Irvine, McGree, Goodwin; Duke.
Athugasemdir
banner
banner
banner