Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
   þri 04. febrúar 2020 20:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Átti að geta spilað fyrir Barcelona - Félagslaus 27 ára
Tom Carroll.
Tom Carroll.
Mynd: Getty Images
Carroll var á mála hjá Tottenham er hann var yngri.
Carroll var á mála hjá Tottenham er hann var yngri.
Mynd: Getty Images
Carroll fagnar með Gylfa Sigurðssyni í sigrinum á Liverpool.
Carroll fagnar með Gylfa Sigurðssyni í sigrinum á Liverpool.
Mynd: Getty Images
Steve Cooper stýrir nú Swansea.
Steve Cooper stýrir nú Swansea.
Mynd: Getty Images
„Hann gæti spilað fyrir Barcelona, engin spurning."

Þetta sagði Tim Sherwood, fyrrum stjóri Tottenham, um miðjumanninn Tom Carroll árið 2011. Carroll var þá á mála hjá Spurs, en í dag er hann án félags eftir að hafa verið leystur undan samningi hjá Swansea í Championship-deildinni.

Sherwood sagði að Carroll þyrfti að þroskast líkamlega, annars væri hann mjög hæfileikaríkur og duglegur. „Aðeins Jake Livermore hleypur meira en hann í leik með aðalliðinu," sagði Sherwood.

Carroll er núna 27 ára og á að vera á hátindi ferilsins. Sú er raunin alls ekki. Wales Online fer í dag yfir hvað gerðist við feril miðjumannsins.

Þegar hann var yngri þá fékk hann ekki mikinn spiltíma hjá Tottenham þar sem þar voru fyrir leikmenn í hæsta gæðaflokki - eins og Luka Modric. Hann fékk þó að spila með aðalliði Spurs í Evrópudeildinni undir stjórn Harry Redknapp, og hjá Andre Villas-Boas fékk hann nokkra leiki með aðalliðinu.

Hann var lánaður til QPR í Championship 2013/14 og til Swansea í ensku úrvalsdeildinni tímabilið eftir. Hann spilaði 13 deildarleiki fyrir Swansea sem vildi halda honum að tímabilinu loknu. Mauricio Pochettino nokkur var hins vegar tekinn við Tottenham og hann sá eitthvað í Carroll.

Keyptur til Swansea
Stuðningsmenn Tottenham sáu hins vegar ekki mikið í honum. Þegar liðið lék illa fékk hann oft mikla gagnrýni. Vefsíðan Football London vitnaði í stuðningsmen árið 2017 vitnaði í stuðningsmann árið 2017 sem sagði: „Ef þú ert að byrja með Tom Carroll, við hverju býstu?" Endalokin hjá Tottenham nálguðust og var hann í janúar 2017 keyptur til Swansea fyrir 4,5 milljónir punda.

Fjórum dögum eftir að hann skrifaði undir þriggja- og hálfs árs samning var hann í byrjunarliði Swansea gegn Liverpool. Hann spilaði vel, hljóp mikið og átti góðar sendingar. Hann gaf Swansea eitthvað sem liðinu vantaði. Swansea vann leikinn 3-2 og skoraði Gylfi Þór Sigurðsson sigurmarkið. Carroll spilaði stórt hlutverk.

Á tímapunkti leit út fyrir að Carroll hefði fundið gott heimili.

Swansea hélt sér uppi í ensku úrvalsdeildinni 2016/17, en staðan hjá félaginu var ekki góð, alls ekki. Gylfi Þór fór til Everton sumarið 2017 og í staðinn keypti félagið miðjumenn á borð við Roque Mesa, Renato Sanches og Sam Clucas - þrjá menn í stöðu Carrolll - fyrir mikinn pening. Allir áttu í vandræðum og Carroll hélt sér í liðinu, en Swansea var lið af einstaklingum á því tímabili og ekki ein liðsheild.

Swansea féll og fóru stuðningsmenn að gagnrýna Carroll, eins og stuðningsmenn Tottenham gerðu þar áður. Hann var ekki sterkur líkamlega og í fallbaráttu getur það talist sem veikleiki. Það er þó frekar ósanngjarnt að beina ljósinu að Carroll er Swansea féll. Vandamálin voru mörg hjá félaginu.

Hörmuleg lánsdvöl
Carroll fór með Swansea í Championship, en missti fljótt sæti sitt í liði Graham Potter. Hann missti sæti sitt, var upp og niður í frammistöðu, missti sjálfstraust og var ekki í góðu líkamlegu standi.

Um klukkan 22:55 31. janúar 2019 kom það í ljós að Carroll myndi fara til Aston Villa, sem var líka í Championship-deildinni, á láni frá Swansea. Villa átti svo möguleika á að kaupa hann. Þessi félagaskipti vöktu undrun margra.

Lánsdvölin var í einu orði: hörmuleg. Hann spilaði bara 35 mínútur með Villa og voru mjaðmarmeiðsli að trufla hann. Þau eyðilögðu tímabilið fyrir hann. Dean Smith, stjóri Aston Villa, sagði um Carroll: „Hann er frábær fótboltamaður. Við sáum það þegar hann kom inn á gegn Derby. Þess vegna fengum við hann. Hann tapar mjög sjaldan boltanum og getur spilað fram á við."

Án félags í dag
Carroll þurfti í aðgerð og lánssamningnum var rift. Hann fór aftur til Swansea þar sem kominn var nýr stjóri, Steve Cooper tók við af Graham Potter. Liðsfélagarnir fengu forskot í tilraunum sínum til að heilla Cooper. Það er erfitt að heilla stjórann á meiðslalistanum. Hann sneri aftur í lok september á síðasta ári og fékk mínútur hér og þar, en náði aldrei að festa sig í sessi hjá Cooper.

Núna er hann laus allra mála hjá Swansea og getur fundið sér nýtt félag þó að félagaskiptaglugginn sé lokaður. Hann þarf að sanna að meiðslunum sé lokið. Ef hann getur það þá hlýtur hann að eiga framtíð í fótboltanum, því jú, hann er aðeins 27 ára.
Athugasemdir
banner
banner