Baldur Sigurðsson, miðjuma'ur KR, segir að aðstæður hafi ekki hjálpað til þegar liðið tapaði 2-1 gegn Val á gervigrasinu í Laugardalnum í kvöld.
KR spilaði í fyrri hálfleik gegn sólinni sem var lágt á lofti og segir Baldur að það hafi verið erfitt að byggja upp gott spil.
KR spilaði í fyrri hálfleik gegn sólinni sem var lágt á lofti og segir Baldur að það hafi verið erfitt að byggja upp gott spil.
,,Það er hægt að segja að á svona dögum er mjög slæmt að tapa uppkestinu að því það er rosa erfitt að spila á móti sól hér í fyrri hálfleik. Við náðum aldrei upp neinum takti að því það er erfitt að horfa fram á við," sagði Baldur eftir leikinn.
,,Þið sáuð hvernig fyrri hálfleikur var. Við náðum engu sjálfstrausti í spilið og við vorum að kýla honum fram. Varnarmennirnir töluðu um það að það hefði verið erfitt sjá og skynja vegalengdir fram á völlinn. Þannig við fórum í þetta spil og það er engan vegin það sem við eigum að gera."
Baldur segir þetta þó ekki afsökun fyrir tapinu.
,,Það er engin afsökun. Við vorum lélegir í dag, sérstaklega í fyrri hálfleik, rifum okkur upp í seinni og nú er það bara næsti leikur. Við töpuðum þessum leik og nú verðum við bara að vinna næsta."
Þá segir Baldur enga pressu vera á KR og að þeir hlusti ekki á spár fjölmiðla.
,,Það er engin pressa. Okkur er spáð svona á hverju einasta ári, við komum inn í þetta mót og ætlum að sigra alla leiki. Við höfum aldrei gert það síðan ég kom til KR, að pæla í spánnum."
Athugasemdir


























