Man Utd hefur engan áhuga á Ramos - Tottenham reynir að selja Bissouma - Bayern ætlar að ræða við Guehi
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
banner
   sun 04. maí 2014 22:21
Daníel Freyr Jónsson
Baldur Sig: Erfitt að spila á móti sól
Baldur Sigurðsson.
Baldur Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Baldur Sigurðsson, miðjuma'ur KR, segir að aðstæður hafi ekki hjálpað til þegar liðið tapaði 2-1 gegn Val á gervigrasinu í Laugardalnum í kvöld.

KR spilaði í fyrri hálfleik gegn sólinni sem var lágt á lofti og segir Baldur að það hafi verið erfitt að byggja upp gott spil.

,,Það er hægt að segja að á svona dögum er mjög slæmt að tapa uppkestinu að því það er rosa erfitt að spila á móti sól hér í fyrri hálfleik. Við náðum aldrei upp neinum takti að því það er erfitt að horfa fram á við," sagði Baldur eftir leikinn.

,,Þið sáuð hvernig fyrri hálfleikur var. Við náðum engu sjálfstrausti í spilið og við vorum að kýla honum fram. Varnarmennirnir töluðu um það að það hefði verið erfitt sjá og skynja vegalengdir fram á völlinn. Þannig við fórum í þetta spil og það er engan vegin það sem við eigum að gera."

Baldur segir þetta þó ekki afsökun fyrir tapinu.

,,Það er engin afsökun. Við vorum lélegir í dag, sérstaklega í fyrri hálfleik, rifum okkur upp í seinni og nú er það bara næsti leikur. Við töpuðum þessum leik og nú verðum við bara að vinna næsta."

Þá segir Baldur enga pressu vera á KR og að þeir hlusti ekki á spár fjölmiðla.

,,Það er engin pressa. Okkur er spáð svona á hverju einasta ári, við komum inn í þetta mót og ætlum að sigra alla leiki. Við höfum aldrei gert það síðan ég kom til KR, að pæla í spánnum."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner