Palace opið fyrir því að selja enska tvíeykið - Real Madrid vill að Man Utd nýti endurkaupsrétt sinn á Alvaro - Vardy orðaður við Leeds
   lau 03. maí 2025 08:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Slot um Elliott og Chiesa: Veit að þeir eru nógu góðir
Mynd: EPA
Harvey Elliott og Federico Chiesa spiluðu miklu minna en þeir hefðu viljað fyrir Liverpool á þessari leiktíð. Elliott hefur sagt sjálfur frá því að hann sé, þrátt fyrir lítinn spiltíma, ánægður hjá félaginu.

Elliott fótbrotnaði snemma á tímabilinu og Arne Slot segir að það hafi haft mikil áhrif.

„Það er mikilvægast að leikmenn sem eru hérna vilji vera hérna, það er mikið hrós til allra sem vinna hérna. Elliott er einn af þeim sem hefur ekki spilað mikið eins og hann á sennilega skilið en eins og aðrir er hann í samkeppni við marga góða leikmenn," sagði Slot.

„Ég hef verið hreinskilinn við hann. Hann var ekki sá sami og fyrir meiðslin en síðustu á síðustu mánuðum hefur hann náð fyrri styrk."

Chiesa gekk til liðs við Liverpool frá Juventus síðasta sumar en hann kom aðeins við sögu í 12 leikjum á tímabilinu. Slot segir að Elliott og Chiesa þurfi ekki að sanna neitt fyrir sér.

„Þeir vilja sanna fyrir sjálfum sér að þeir séu nógu góðir til að spila fyrir okkur. Ég veit að þeir eru það og þeir vita það líklega sjálfir. Þeir þurfa ekki að sanna neitt en þeir vilja spila," sagði Slot.
Athugasemdir
banner