
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir lagði upp sigurmark Bayer Leverkusen í 1-0 sigrinum á Emilíu Kiær Ásgeirsdóttur og stöllum hennar í RB Leipzig í þýsku deildinni í dag.
Eina mark Leverkusen gerði Caroline Kramer á 32. mínútu eftir stoðsendingu Karólínu.
Íslenska landsliðskonan var að leggja upp fjórða mark sitt í deildinni á tímabilinu og Kramer að gera ellefta mark sitt.
Karólína, sem er á láni frá Bayern München, var skipt af velli á 79. mínútu og aðeins fimm mínútum síðar kom Emilía inn á sem varamaður hjá Leipzig. Karólína hafði tilkynnt fyrir leikinn að hún væri að spila sinn síðasta heimaleik í búningi Leverkusen og verður hún því hjá öðru félagi á næsta tímabili.
Leverkusen er í 4. sæti deildarinnar með 43 stig og á enn möguleika á Evrópusæti fyrir næsta tímabil en það þarf hins vegar að halda í vonina um að Wolfsburg og Eintracht Frankfurt tapi stigum í þessari umferð.
Die Führung für die #Bayer04Frauen! Cornelia Kramer nach Vorlage von Karolina Lea Vilhjalmsdottir mit ihrem elften Saisontreffer! ????#B04RBL 1:0 (32.) | #Bayer04Frauen | #Werkself pic.twitter.com/VixuLatjhA
— Bayer 04 Leverkusen (@bayer04fussball) May 3, 2025
Athugasemdir