Palace opið fyrir því að selja enska tvíeykið - Real Madrid vill að Man Utd nýti endurkaupsrétt sinn á Alvaro - Vardy orðaður við Leeds
banner
   lau 03. maí 2025 09:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Joe Allen leggur skóna á hilluna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Joe Allen, miðjumaður Swansea, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna eftir tímabilið.

Allen er 35 ára gamall en hann mun spila sinn síðasta leik fyrir Swansea í dag þegar liðið mætir Oxford í lokaumferð Championship deildarinnar.

Hann hélt í vonina að ná HM 2026 með landsliði Wales en tók ákvörðunina þar sem hann fann það á sér að hann yrði ekki upp á sitt besta á þeim tíma.

Allen er uppalinn hjá Swansea en hann gekk til liðs við Liverpool árið 2012 og spilaði 132 leiki fyrir félagið áður en hann gekk til liðs við Stoke árið 2016. Hann snéri síðan aftur heim til Swansea árið 2022. Hann lék 77 landsleiki fyrir hönd Wales.
Athugasemdir
banner
banner
banner