Palace opið fyrir því að selja enska tvíeykið - Real Madrid vill að Man Utd nýti endurkaupsrétt sinn á Alvaro - Vardy orðaður við Leeds
   lau 03. maí 2025 13:31
Brynjar Ingi Erluson
England: Vonir Villa-manna enn á lífi
Youri Tielemans var hetja Aston Villa
Youri Tielemans var hetja Aston Villa
Mynd: EPA
Sjálfstraust Ollie Watkins er ekki í hæstu hæðum þessa dagana
Sjálfstraust Ollie Watkins er ekki í hæstu hæðum þessa dagana
Mynd: EPA
Aston Villa 1 - 0 Fulham
1-0 Youri Tielemans ('12 )

Aston Villa vann mikilvægan 1-0 sigur á Fulham í 35. umferð ensku úrvalsdeildarinnar á Villa Park í dag og lifir Meistaradeildarbaráttan enn góðu lífi.

SIgurmarkið kom snemma leiks. John McGinn tók hornspyrnu á 12. mínútu sem rataði beint á kollinn á Youri Tielemans sem skoraði með öflugum skalla.

Tielemans átti flottan leik í liði Aston Villa og var nálægt því að leggja upp mark nokkrum mínútum síðar fyrir Ollie Watkins en Bernd Leno las það vel og kom hættunni frá.

Undir lok hálfleiksins var Tielemans ekki langt frá því að bæta við öðru er hann lét vaða af löngu færi en Leno varði vel.

Fulham kom sterkara til leiks í þeim síðari og tókst að setja boltann í netið þegar nokkrar mínútur voru liðnar er Ryan Sessegnon skoraði, en markið dæmt af þar sem hann handlék boltann í aðdragandanum.

Ollie Watkins, sem var áður mjög traustur fyrir framan markið, var ískaldur í dag. Hann gat komið Villa í tveggja marka forystu stuttu fyrir rangstöðumark Fulham en fór illa með færið og síðan fór hann illa með annað færi eftir klukkutímaleik en Leno sá við honum.

Bæði lið voru að fá sénsa og voru Fulham-menn nálægt því að jafna metin þegar þrettán mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma en Matty Cash tókst að komast fyrir tilraun Joachim Andersen á elleftu stundu.

Varamaðurinn Donyell Malen gat gulltryggt sigurinn á lokamínútunum er hann náði að hrista af sér Andersen áður en hann lét vaða en boltinn í þverslá.

Mörg góð færi Villa-manna í súginn og þurfti þetta eina mark Tielemans að duga. Dýrmætur sigur í Meistaradeildarbaráttunni en Villa er áfram í 7. sæti og nú með 60 stig, jafnmörg og Chelsea og Nottingham Forest á meðan Fulham er í 8. sæti með 51 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner