Palace opið fyrir því að selja enska tvíeykið - Real Madrid vill að Man Utd nýti endurkaupsrétt sinn á Alvaro - Vardy orðaður við Leeds
   lau 03. maí 2025 10:28
Brynjar Ingi Erluson
Byrjunarlið Aston Villa og Fulham: Rashford enn frá vegna meiðsla
Mynd: EPA
Aston Villa og Fulham mætast í 35. umferð ensku úrvalsdeildarinnar á Villa Park klukkan 11:30 í dag.

Marcus Rashford er ekki með Villa mönnum vegna meiðsla aftan í læri en þetta er annar leikurinn í röð sem hann er ekki í hóp.

Villa-menn stilla upp sterku liði. Marco Asensio, John McGinn og Morgan Rogers eru allir í liðinu. Ian Maatsen kemur þá inn fyrir Lucas Digne sem tekur sér sæti á bekknum.

Andreas Pereira er ekki með Fulham í dag og kemur Sasa Lukic í hans stað. Antonee Robinson byrjar í vinstri bakverði.

Villa er í 7. sæti með 57 stig, þremur stigum frá Meistaradeildarsæti, en Fulham er í 8. sæti með 51 stig og á enn möguleika á að ná í Evrópusæti.

Aston Villa: Martinez, Cash, Konsa, Pau Torres, Maatsen, Kamara, Tielemans, Rogers, Asensio, McGinn, Watkins

Fulham: Leno, Tete, Andersen, Bassey, Robinson, Lukic, Berge, Sessegnon, Wilson, Jimenez, Iwobi
Athugasemdir
banner