Palace opið fyrir því að selja enska tvíeykið - Real Madrid vill að Man Utd nýti endurkaupsrétt sinn á Alvaro - Vardy orðaður við Leeds
   lau 03. maí 2025 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
U16 lagði Sviss í Svíþjóð
Mynd: KSÍ
Íslenska landsliðið skipað leikmönnum 16 ára og yngri vann fyrsta leik sinn á sérstöku þróunarmóti UEFA, Development Tournament, í Svíþjóð í gær.

Andstæðingurinn var Sviss en Ísland vann leikinn 2-0. Birkir Þorsteinsson (Breiðablik) og Aron Daði Svavarsson (FH) skoruðu mörkin.

Næsti leikur liðsins er gegn heimamönnum í Svíþjóð á morgun og liðið lýkur keppni á miðvikudaginn þar sem Tékkland verður andstæðingurinn.

Tékkland lagði Svíðþjóð 3-0 í gær.


Athugasemdir
banner