Palace opið fyrir því að selja enska tvíeykið - Real Madrid vill að Man Utd nýti endurkaupsrétt sinn á Alvaro - Vardy orðaður við Leeds
sunnudagur 4. maí
Besta-deild karla
mánudagur 14. apríl
Besta-deild karla
laugardagur 12. apríl
Mjólkurbikar karla
föstudagur 11. apríl
Meistarar meistaranna konur
þriðjudagur 8. apríl
Þjóðadeild kvenna
laugardagur 5. apríl
Besta-deild karla
föstudagur 4. apríl
Þjóðadeild kvenna
fimmtudagur 3. apríl
Mjólkurbikar karla
sunnudagur 30. mars
Meistarar meistaranna
föstudagur 28. mars
Bosemótið - Úrslit
Úrslit Lengjubikars kvenna
þriðjudagur 25. mars
Kjarnafæðimót - úrslit
Milliriðill U19
Vináttulandsleikur U21
sunnudagur 23. mars
Umspil Þjóðadeildarinnar
laugardagur 22. mars
Úrslitaleikur Lengjubikarsins
fimmtudagur 20. mars
Umspil Þjóðadeildarinnar
miðvikudagur 19. mars
U19 milliriðill
þriðjudagur 18. mars
Undanúrslit Lengjubikarsins
föstudagur 14. mars
þriðjudagur 25. febrúar
Þjóðadeild kvenna
föstudagur 21. febrúar
fimmtudagur 20. febrúar
Sambandsdeildin
föstudagur 31. janúar
Úrslitaleikur Þungavigtarbikarsins
fimmtudagur 30. janúar
Úrslitaleikur Reykjavíkurmótsins
fimmtudagur 19. desember
Sambandsdeildin
laugardagur 3. maí
Championship
Bristol City 2 - 2 Preston NE
Burnley 3 - 1 Millwall
Coventry 2 - 0 Middlesbrough
Derby County 0 - 0 Stoke City
Norwich 4 - 2 Cardiff City
Plymouth 1 - 2 Leeds
Portsmouth 1 - 1 Hull City
Sheffield Utd 1 - 1 Blackburn
Sunderland 0 - 1 QPR
Swansea 3 - 3 Oxford United
Watford 1 - 1 Sheff Wed
West Brom 5 - 3 Luton
Úrvalsdeildin
Arsenal 1 - 2 Bournemouth
Aston Villa 1 - 0 Fulham
Everton 2 - 2 Ipswich Town
Leicester 2 - 0 Southampton
Bundesligan
RB Leipzig 3 - 3 Bayern
Dortmund 4 - 0 Wolfsburg
Gladbach 4 - 4 Hoffenheim
Union Berlin 2 - 2 Werder
St. Pauli 0 - 1 Stuttgart
Frauen
Potsdam W 0 - 4 Wolfsburg W
Bayer W 1 - 0 RB Leipzig W
Serie A
Cagliari 1 - 2 Udinese
Inter 1 - 0 Verona
Lecce 0 - 1 Napoli
Parma 0 - 1 Como
Eliteserien
Valerenga 2 - 4 SK Brann
Toppserien - Women
Lillestrom W 1 - 2 Rosenborg W
Roa W 2 - 1 Lyn W
Stabek W 0 - 2 Valerenga W
Úrvalsdeildin
FK Krasnodar 2 - 1 Rubin
Lokomotiv 1 - 1 Orenburg
La Liga
Las Palmas 2 - 3 Valencia
Alaves 0 - 0 Atletico Madrid
Valladolid 1 - 2 Barcelona
Villarreal 4 - 2 Osasuna
Damallsvenskan - Women
Linkoping W 1 - 1 Malmo FF W
Vittsjo W 0 - 0 AIK W
Vaxjo W 2 - 3 Kristianstads W
Elitettan - Women
Uppsala W 2 - 2 Gamla Upsala W
lau 03.maí 2025 10:30 Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magazine image

Spá þjálfara og fyrirliða fyrir Lengjudeild kvenna: 1. sæti

Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í Lengjudeild kvenna í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð í deildinni. Við fengum alla fyrirliða og þjálfara í deildinni til að spá fyrir sumarið. Liðin fengu stig frá 1-9 en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði. Á toppnum eru Keflvíkingar.

Lengjudeildin fer af stað í dag en það verður heil umferð spiluð.

Keflavík er spáð efsta sæti.
Keflavík er spáð efsta sæti.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðrún Jóna Kristjánsdóttir, þjálfari Keflavíkur.
Guðrún Jóna Kristjánsdóttir, þjálfari Keflavíkur.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrirliðinn Kristrún Ýr Holm.
Fyrirliðinn Kristrún Ýr Holm.
Mynd/Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Ariela Lewis er öflugur markaskorari.
Ariela Lewis er öflugur markaskorari.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Anna Arnarsdóttir hér lengst til vinstri og við hliðina á henni er tvíburasystir hennar, Brynja.
Anna Arnarsdóttir hér lengst til vinstri og við hliðina á henni er tvíburasystir hennar, Brynja.
Mynd/Keflavík
Emma Starr er einn af þeim erlendu leikmönnum sem Keflavík hefur bætt við sig.
Emma Starr er einn af þeim erlendu leikmönnum sem Keflavík hefur bætt við sig.
Mynd/Keflavík
Hanna Kallmaier styrkir Keflavíkurliðið.
Hanna Kallmaier styrkir Keflavíkurliðið.
Mynd/Keflavík
Hvað gerir Keflavík í sumar?
Hvað gerir Keflavík í sumar?
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Spáin:
1. Keflavík, 153 stig
2. ÍA, 138 stig
3. ÍBV, 108 stig
4. Grótta, 107 stig
5. Fylkir, 95 stig
6. HK, 84 stig
7. Grindavík/Njarðvík, 66 stig
8. KR, 62 stig
9. Haukar, 61 stig
10. Afturelding, 26 stig

1. Keflavík
Keflvíkingum er spáð efsta sæti deildarinnar og ef það gerist þá fara þær beint aftur upp í Bestu deildina. Þær féllu í fyrra úr deild þeirra bestu þar sem þær enduðu í níunda sæti. Tímabilið var erfitt fyrir Keflavíkurliðið þar sem þær fóru neðstar inn í skiptinguna með aðeins tíu stig úr 18 leikjum. Eftir skiptinguna sóttu þær fjögur stig í viðbót en það var ekki nóg. Keflavík var einnig í fallsæti fyrir skiptinguna árið 2023 en náði þá að bjarga sér. Keflavík hafði leikið í Bestu deildinni frá 2021 en eru núna komnar aftur í Lengjudeildina. Síðast þegar þær fóru niður þá stoppuðu þær bara í eitt ár og þjálfarar og fyrirliðar telja að það gerist aftur núna.

Þjálfarinn: Guðrún Jóna Kristjánsdóttir tók alfarið við liðinu í vetur. Hún hafði verið aðstoðarþjálfari Keflavíkur í dágott skeið þegar hún tók svo við liðinu af Jonathan Glenn á miðju síðasta tímabili. Guðrún skrifaði undir samning til 2026 eftir tímabilið en hún er fyrrum landsliðskona og er gríðarlega reynslumikill þjálfari. Á sínum þjálfaraferli hefur hún stýrt Leikni R., Aftureldingu/Fjölni, KR, FH, Þrótti R., Haukum og núna Keflavík. Hún er eina konan sem er aðalþjálfari í efstu tveimur deildum kvenna.

Stóra spurningin: Komast þær fljótt yfir höggið?
Hópurinn samanstendur mikið af sömu leikmönnum sem voru með liðinu í fyrra. Stærsta spurningin er líklega sú hvort leikmenn komist einfaldlega yfir fallið svona fljótt og fari beint aftur upp. Þær töpuðu núna gegn nágrönnunum í Grindavík/Njarðvík í Mjólkurbikarnum stuttu fyrir mót, en þær gerðu mjög vel í Lengjubikarnum og verða að reyna að taka það með sér.

Lykilmenn: Kristrún Ýr Holm og Ariela Lewis
Kristrún Ýr er límið í liðinu sem bindur það saman. Hún er fyrirliðinn í Keflavík og er ótrúlegar sterkur og mikilvægur karakter fyrir Keflavíkurliðið. Þar að auki er hún frábær varnarmaður sem getur leyst margar mismunandi stöður. Gæti orðið einn besti leikmaður deildarinnar í sumar ef Keflavík fer upp. Ariela Lewis er þá sóknarmaður sem hefur sannað það að hún geti skorað í þessari deild. Hún skoraði tólf mörk í 17 leikjum fyrir Gróttu í Lengjudeildinni sumarið 2023 og svo gerði hún sex mörk í 13 leikjum fyrir Aftureldingu í fyrra. Hvað gerir hún fyrir Keflavík í sumar?

Gaman að fylgjast með: Anna Arnarsdóttir
Anna er mjög svo efnilegur markvörður sem hefur varið mark Keflavík á undirbúningstímabilinu og gæti fengið stórt tækifæri í sumar. Hún er fædd árið 2008 og hefur verið hluti af yngri landsliðum Íslands. Hún á að baki 19 yngri landsleiki. Þetta sumar gæti verið frábært tækifæri fyrir Keflavík til að þróa hennar leik og búa til framtíðarmarkvörð. Tvíburasystir hennar Brynja spilar einnig með liðinu og er hún líka mjög efnilegur leikmaður.

Komnar:
Amelía Rún Fjeldsted frá Fylki
Ariela Lewis frá Aftureldingu
Elfa Karen Magnúsdóttir frá Fylki
Emma Kelsey Starr frá Nýja-Sjálandi
Hanna Kallmaier frá FH
Mia Angelique Ramirez frá ÍR
Olivia Madeline Simmons frá Bandaríkjunum
Vala Björk Jónsdóttir frá Haukum

Farnar:
Alma Rós Magnúsdóttir í Breiðablik
Melanie Claire Rendeiro til Kanada
Regina Solhaug Fiabema til Noregs
Saorla Lorraine Miller til Kanada
Sigurbjörg Diljá Gunnarsdóttir til Hauka
Simona Rebekka Meijer til Ísrael
Vera Varis í Stjörnuna

Okkar að sanna að við viljum spila aftur í deild þeirra bestu
Guðrún Jóna, þjálfari Keflavíkur, svaraði spurningum Fótbolta.net eftir að í ljós kom hvar Keflvíkingum væri spáð.

„Þessi spá kemur okkur ekki á óvart. Við höfum haldið í okkar mikilvægustu leikmenn og bætt við okkur góðum leikmönnum. Það er oftast líka pressa á liðinu sem fer niður um deild og það er okkar að sanna að við viljum spila aftur í deild þeirra bestu en gerum okkur grein fyrir því að þetta verður erfitt og deildin verður mjög jöfn."

Hvernig meturðu síðasta tímabil hjá liðinu?

„Það voru vonbrigði að falla niður um deild en þetta var mjög jöfn deild og það sem varð okkur að falli að við þurftum að fá fleiri stig á móti þeim liðum sem voru í kringum okkur. Vantaði ekki mikið uppá og svo var heppnin kannski ekki alltaf með okkur. Margir ungir leikmenn fengu tækifæri og það mun vonandi nýtast okkur vel á þessu tímabili."

„Undirbúningstímabilið hefur gengið ágætlega. Æfingar hafa gengið vel og leikmenn koma vel undirbúnir til leiks. Það hafa komið upp nokkur meiðsli hjá okkur sem er alltaf leiðinlegt en eitthvað sem við höfum ekki stjórn á og verðum að takast á við. Þá hafa aðrir leikmenn þurft að stíga upp og hafa gert það."

Eru miklar breytingar frá síðasta tímabili?

„Það eru breytingar á erlendum leikmönnum hjá okkur að einhverju leyti og við erum að spila á fleiri og fleiri uppöldum leikmönnum sem er frábært fyrir Keflavík og samfélagið. Við héldum í okkar mikilvægu Keflavíkur leikmenn sem hafa verið hér lengi og þekkja félagið út í gegn og hvað það gengur út á að spila fyrir Keflavík. Þær viðbætur sem hafa svo komið hafa smollið mjög vel inn og við erum mjög sátt við hvernig þeir leikmenn hafa komið inn í liðið og samfélagið."

Sumarið er að byrja. Hvernig býstu við að deildin muni spilast? Hver eru ykkar markmið?

„Við vitum að þetta er erfið deild og hún hefur verið að styrkjast og styrkjast síðustu ár. Þetta verður mjög jöfn deild þar sem öll liðin geta reitt stig af hvort öðru. Okkar markmið er að komast aftur í deild þeirra bestu."

Eitthvað sem þú vilt bæta við að lokum?

„Bara mikil tilhlökkun hjá öllum hér í Keflavík að byrja þetta mót. Það er alltaf sól og blíða í sunny kef svo allir að mæta á völlinn og sjá þetta flotta Keflavíkur lið sem er með mikið og stórt Keflavíkur hjarta," sagði Guðrún Jóna, þjálfari Keflavíkur.

Fyrstu þrír leikir Keflavíkur:
3. maí, Haukar - Keflavík (BIRTU völlurinn)
8. maí, Keflavík - KR (HS Orku völlurinn)
16. maí, Afturelding - Keflavík (Malbikstöðin að Varmá)
Athugasemdir
banner