Palace opið fyrir því að selja enska tvíeykið - Real Madrid vill að Man Utd nýti endurkaupsrétt sinn á Alvaro - Vardy orðaður við Leeds
   lau 03. maí 2025 13:02
Brynjar Ingi Erluson
Byrjunarliðin í enska: Calvert-Lewin í hóp í fyrsta sinn síðan í janúar
Dominic Calvert-Lewin er búinn að jafna sig af meiðslum
Dominic Calvert-Lewin er búinn að jafna sig af meiðslum
Mynd: EPA
Tveir leikir í 35. umferð ensku úrvalsdeildarinnar hefjast klukkan 14:00 í dag.

Everton tekur á móti föllnu liði Ipswich Town á Goodison Park á meðan Leicester mætir Southampton.

Enski sóknarmaðurinn Dominic Calvert-Lewin er í hópnum hjá Everton í fyrsta sinn síðan 25. janúar. Hann er á bekknum í dag.

David Moyes gerir tvær breytingar á byrjunarliðinu en þeir Dwight McNeil og Carlos Alcaraz koma inn fyrir Abdoulaye Doucoure og Jack Harrison.

Kieran McKenna gerir einnig tvær breytingar á sínu liði en þeir Omari Hutchins og Conor Chaplin koma inn fyrir Ben Johnson, sem er´i banni, og Jack Clarke.

Everton: Pickford, Patterson, O'Brien, Branthwaite, Mykolenko, Garner, Gueye, McNeil, Ndiaye, Alcaraz, Beto.

Ipswich: Palmer, O'Shea, Wolfenden, Burgess, Greaves, Hutchinson, Morsy, Taylor, Chaplin, Enciso, Delap.

Jamie Vardy er á toppnum hjá Leicester sem mætir Southampton á King Power-leikvanginum.

Ruud van NIstelrooy gerir fimm breytingar. Jakub Stolarczyk kemur í markið í stað Mads Hermansen sem er frá út tímabilið vegna meiðsla og þá koma þeir Bobby Reid, Facundo Buonanotte, Ricardo Pereira og Oliver Skipp einnig inn.

Lið Southampton er óbreytt frá 2-1 tapinu gegn Fulham síðustu helgi.

Leicester: Stolarczyk; Justin, Faes, Coady, Thomas; Ndidi, Skipp, McAteer; Ayew, El Khannouss; Vardy.

Southampton: Ramsdale; Harwood-Bellis, Bednarek, Stephens; Walker-Peters, Downes, Ugochukwu, Manning; Fernandes, Sulemana, Stewart.
Athugasemdir
banner
banner
banner