Palace opið fyrir því að selja enska tvíeykið - Real Madrid vill að Man Utd nýti endurkaupsrétt sinn á Alvaro - Vardy orðaður við Leeds
   lau 03. maí 2025 13:48
Brynjar Ingi Erluson
Championship: Leeds vann deildina á markatölu - Luton og Plymouth fallin
Leeds er B-deildarmeistari 2025
Leeds er B-deildarmeistari 2025
Mynd: Leeds
Guðlaugur Victor og Plymouth féllu niður í C-deildina
Guðlaugur Victor og Plymouth féllu niður í C-deildina
Mynd: Plymouth
Stefán Teitur verður áfram í B-deildinni
Stefán Teitur verður áfram í B-deildinni
Mynd: Preston North End FC
Leeds United er B-deildarmeistari árið 2025 á markatölu eftir að liðið vann 2-1 endurkomusigur á Plymouth í lokaumferð deildarinnar í dag. Luton féll niður um deild annað árið í röð og þá fer Guðlaugur Victor Pálsson niður með Plymouth.

Leedsarar þurftu aðeins sigur til þess að tryggja deildartitilinn þar sem liðið var með töluvert betri markatölu en Burnley, sem var með jafnmörg stig fyrir leikina í dag.

Guðlaugur Victor var á sínum stað í byrjunarliði Plymouth og fengu hans menn draumabyrjun er Sam Byram stýrði boltanum í eigið net á 18. mínútu.

Leeds marki undir og á þessum tímapunkti var Burnley að fara vinna deildina.

Yfirburðir Leeds voru miklir og tókst liðinu að nýta þá betur í þeim síðari. Wilfried Gnonto jafnaði metin á 53. mínútu leiksins og titillinn aftur kominn í augsýn.

Vandamálið var hins vegar það að Burnley var þá að vinna Millwall, 2-1, og þurftu Leedsarar því að finna sigurmark til þess að tryggja sér titilinn.

Ísraelinn Manor Solomon var maðurinn sem sá til þess að tryggja Leedsurum titilinn. Solomon keyrði inn í vítateiginn, mundaði skotfótinn og stýrði boltanum neðst í hægra hornið. Í sömu andrá bætti Burnley við þriðja marki sínu, en það var ekki nóg til að vinna upp markamun Leeds.

Leeds er B-deildarmeistari í ár með 100 stig og 65 mörk í plús á meðan Burnley endaði með 53 mörk í plús. Magnaðri titilbaráttu lokið.

Tap Plymouth staðfesti endanlega fall liðsins niður í C-deildina eftir hetjulega baráttu seinni hluta tímabilsins. Stefán Teitur Þórðarson og hans menn í Preston björguðu sér frá falli með því að gera 2-2 jafntefli við Bristol City. Stefán spilaði síðustu tuttugu mínútur leiksins.

Luton Town, sem lék í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili, féll niður um deild annað árið í röð er liðið tapaði fyrir WBA, 5-3, á Hawthornes.

Sheffield United, Sunderland, Coventry og Bristol City eru öll komin í umspil um sæti í úrvalsdeildina.

Undanúrslitin:
Sheffield United - Bristol City
Sunderland - Coventry City

Úrslit og markaskorarar:

Bristol City 2 - 2 Preston NE
0-1 Emil Riis Jakobsen ('28 )
0-2 Milutin Osmajic ('60 )
1-2 Ross Mccrorie ('69 )
2-2 Ross Mccrorie ('74 )

Burnley 3 - 1 Millwall
0-1 Mihailo Ivanovic ('11 )
1-1 Josh Brownhill ('13 )
2-1 Jaidon Anthony ('65 )
3-1 Josh Brownhill ('90 )

Coventry 2 - 0 Middlesbrough
1-0 Jack Rudoni ('44 )
2-0 Jack Rudoni ('88 )

Derby County 0 - 0 Stoke City

Norwich 4 - 2 Cardiff City
1-0 Marcelino Nunez ('13 )
2-0 Marcelino Nunez ('17 )
3-0 Borja Sainz ('23 )
3-1 Yousef Salech ('56 , víti)
4-1 Shane Duffy ('67 )
4-2 Yousef Salech ('84 )
Rautt spjald: Calum Chambers, Cardiff City ('16)

Plymouth 1 - 2 Leeds
1-0 Sam Byram ('18 , sjálfsmark)
1-1 Wilfried Gnonto ('53 )
1-2 Manor Solomon ('90 )

Portsmouth 1 - 1 Hull City
0-1 Matt Crooks ('18 )
1-1 Christian Saydee ('55 )

Sheffield Utd 1 - 1 Blackburn
0-1 Yuki Ohashi ('50 )
1-1 Anel Ahmedhodzic ('59 )

Sunderland 0 - 1 QPR
0-1 Nicolas Madsen ('5 )

Swansea 3 - 3 Oxford United
1-0 Ji-sung Eom ('23 )
1-1 Greg Leigh ('40 )
2-1 Ronald Pereira Martins ('57 )
2-2 Michal Helik ('62 )
3-2 Liam Cullen ('82 )
3-3 Przemyslaw Placheta ('90 )

Watford 1 - 1 Sheffield Wed
0-1 Josh Windass ('29 )
1-1 Moussa Sissoko ('45 )

West Brom 5 - 3 Luton
1-0 Tom Fellows ('7 )
1-1 Millenic Alli ('9 )
2-1 Daryl Dike ('30 )
3-1 Tom Fellows ('33 )
4-1 Callum Styles ('57 )
5-1 Callum Styles ('61 )
5-2 Jordan Clark ('65 )
5-3 Millenic Alli ('88 )
Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Leeds 46 29 13 4 95 30 +65 100
2 Burnley 46 28 16 2 69 16 +53 100
3 Sheffield Utd 46 28 8 10 63 36 +27 90
4 Sunderland 46 21 13 12 58 44 +14 76
5 Coventry 46 20 9 17 64 58 +6 69
6 Bristol City 46 17 17 12 59 55 +4 68
7 Blackburn 46 19 9 18 53 48 +5 66
8 Millwall 46 18 12 16 47 49 -2 66
9 West Brom 46 15 19 12 57 47 +10 64
10 Middlesbrough 46 18 10 18 64 56 +8 64
11 Swansea 46 17 10 19 51 56 -5 61
12 Sheff Wed 46 15 13 18 60 69 -9 58
13 Norwich 46 14 15 17 71 68 +3 57
14 Watford 46 16 9 21 53 61 -8 57
15 QPR 46 14 14 18 53 63 -10 56
16 Portsmouth 46 14 12 20 58 71 -13 54
17 Oxford United 46 13 14 19 49 65 -16 53
18 Stoke City 46 12 15 19 45 62 -17 51
19 Derby County 46 13 11 22 48 56 -8 50
20 Preston NE 46 10 20 16 48 59 -11 50
21 Hull City 46 12 13 21 44 54 -10 49
22 Luton 46 13 10 23 45 69 -24 49
23 Plymouth 46 11 13 22 51 88 -37 46
24 Cardiff City 46 9 17 20 48 73 -25 44
Athugasemdir
banner