
Lengjudeild kvenna hefst í dag, öll fyrsta umferðin fer fram í dag. Félagaskiptaglugginn lokaði á þriðjudagskvöldið og duttu nokkur áhugaverð skipti í gegn fyrir gluggalok. Stærstu skiptin voru klárlega þau að KR fékk Önnu Björk Kristjánsdóttur heim frá Val en fyrrum atvinnu- og landsliðskonan er uppalin hjá KR.
Fylkir fékk tvo öfluga leikmenn því Eva Stefánsdóttir (2005, 10 unglingalandsleikir ) kom á láni frá bikarmeisturum Vals og Harpa Karen Antonsdóttir (1999, 9 unglingalandsleikir) kom frá Aftureldingu.
Haukar endurheimtu Berglindi Þrastardóttur (2004, 7 unglingalandsleikir) frá FH og Ísold Hallfríður Þórisdóttir (2008, 4 unglingalandsleikir) kom á láni frá Val.
Grótta fékk þá Fanneyju Rún Guðmundsdóttur (2005) frá KH, Afturelding fékk Marem Ndiongue (2000, bandarískur sóknarmaður) sem spilaði síðast á Ítalíu og HK fékk bandaríska markvörðinn Kaylie Bierman (2003).
Athugasemdir