Palace opið fyrir því að selja enska tvíeykið - Real Madrid vill að Man Utd nýti endurkaupsrétt sinn á Alvaro - Vardy orðaður við Leeds
   lau 03. maí 2025 15:00
Brynjar Ingi Erluson
Dómarinn meiddist í sínum fyrsta leik - Vardy stöðvaði leikinn með því að blása í flautu hans
Jamie Vardy brá sér í hlutverk dómarans
Jamie Vardy brá sér í hlutverk dómarans
Mynd: EPA
Jamie Vardy, sóknarmaður Leicester City, átti líklega fyndnasta augnablik tímabilsins í leik liðsins gegn Southampton í dag, en hann gerði eitthvað sem fáir hefðu þorað að gera.

Dómarinn David Webb meiddist á 33. mínútu leiksins eftir að Jordan Ayew hljóp inn í hann. Algert óviljaverk en Webb var sárkvalinn í grasinu og beið eftir aðstoð.

Vardy, sem er engum líkur, hljóp upp að dómaranum og reif í flautu hans til þess eins að stöðva leikinn. Ekki mörgum sem hefði dottið í hug að þora þessu, en Vardy er ekki eins og flestir.

Sprenghlægilegt atvik en ekkert svo hlægilegt fyrir Webb sem neyddist til þess að hætta leik vegna höfðuðhöggs og það í fyrsta úrvalsdeildarleik sínum sem aðaldómari. Samuel Barrott, fjórði dómari leiksins, tók við flautunni í kjölfarið.

Vardy skoraði um það bil fimmtán mínútum áður og bætti Ayew við öðru á 44. mínútu.

Hægt er að sjá þetta atvik hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner