Bayern Munchen hefur staðfest að Eric Dier muni yfirgefa félagið í sumar þar sem hann ákvað að framlengja ekki samning sinn við félagið.
Hann hefur samþykkt þriggja ára samning við Mónakó og mun ganga til liðs við félagið 1. júlí þegar samningur hans við Bayern rennur út.
Hann hefur samþykkt þriggja ára samning við Mónakó og mun ganga til liðs við félagið 1. júlí þegar samningur hans við Bayern rennur út.
Þessi 31 árs gamli enski varnarmaður gekk til liðs við þýska liðið á láni frá Tottenham í janúar í fyrra en skrifaði svo undir eins árs samning síðasta sumar.
Hann hefur ekki átt fast sæti í liðinu undir Vincent Kompany. Hann hefur aðeins byrjað 13 leiki í Bundesligunni og þrjá í Meistaradeildinni. Hann hefur komið við sögu í alls 25 leikjum.
Athugasemdir