KFG gerði vel undir félagaskiptagluggans, fékk þrjá leikmenn frá venslafélaginu Stjörnunni og þá kom Kári Vilberg Atlason frá Víkingi Reykjavík.
Kári Vilberg er fæddur árið 2004 og er skapanadi sóknarsinnaður miðjumaður. Hann er uppalinn hjá Breiðabliki, var í úrtakshópum fyrir U16 á sínum tíma og fór á reynslu til FC Nordsjælland.
Kári Vilberg er fæddur árið 2004 og er skapanadi sóknarsinnaður miðjumaður. Hann er uppalinn hjá Breiðabliki, var í úrtakshópum fyrir U16 á sínum tíma og fór á reynslu til FC Nordsjælland.
Hann lék sinn fyrsta meistaraflokks leik í Lengjubikarnum 2021 fyrir Breiðablik. Árið 2023 skipti hann yfir í Víking og lék einn bikarleik með liðinu í fyrra áður en hann fór í Njarðvík og lék sex leiki í Lengjudeildinni.
Hann var samningsbundinn Víkingi út þetta ár en fékk sig lausan og gat skipt yfir í KFG sem er spáð 10. sæti í 2. deild í sumar. Liðið gerði jafntefli við Ægi í 1. umferð deildarinnar í gær.
Athugasemdir