Palace opið fyrir því að selja enska tvíeykið - Real Madrid vill að Man Utd nýti endurkaupsrétt sinn á Alvaro - Vardy orðaður við Leeds
   lau 03. maí 2025 10:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hin hliðin - Marín Rún Guðmundsdóttir (Keflavík)
Kvenaboltinn
Marín í leik með Keflavík.
Marín í leik með Keflavík.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Natasha Anasi.
Natasha Anasi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðrún Jóna Kristjánsdóttir, þjálfari Keflavíkur.
Guðrún Jóna Kristjánsdóttir, þjálfari Keflavíkur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óþolandi á vellinum.
Óþolandi á vellinum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrirmyndin í æsku.
Fyrirmyndin í æsku.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Væri til í að fá Elínu Helenu aftur.
Væri til í að fá Elínu Helenu aftur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tvíburarnir Aníta og Eva Lind ásamt Dröfn Einarsdóttur.
Tvíburarnir Aníta og Eva Lind ásamt Dröfn Einarsdóttur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Marín Rún er öflugur sóknarmaður sem uppalin er í Keflavík. Marín, sem er fædd árið 1997, steig sín fyrstu skref í meistaraflokki árið 2013 og hefur síðan þá leikið 150 KSÍ-leiki og skorað í þeim 31 mark. Hún hefur einnig leiki með Grindavík og Njarðvík hér heima.

Þá fór hún til Ítalíu og Slóvakíu 2021 og 2022 en hún spilar með Keflavík, sem spáð er efsta sæti Lengjudeildarinnar, í sumar. Í dag sýnir Marín á sér hina hliðina.

Fullt nafn: Marín Rún Guðmundsdóttir

Gælunafn: Ekki margir en nokkrir kalla mig Mæja

Aldur: 27 ára

Hjúskaparstaða: á lausu

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki og er eitthvað minnisstætt úr leiknum: 2013, töpuðum 5-0...

Uppáhalds drykkur: Grænt Vit-Hit

Uppáhalds matsölustaður: Serrano

Uppáhalds tölvuleikur: Sweet bonanza 1000

Áttu hlutabréf eða rafmynt: Nei

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Breaking Bad

Uppáhalds tónlistarmaður: Rod wave og Aron Can

Uppáhalds hlaðvarp: Morðcastið

Uppáhalds samfélagsmiðill: Tiktok

Fyrsta síðan sem þú ferð á þegar þú opnar netið: fotbolti.net

Fyndnasti Íslendingurinn: Steindi jr.

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: „má ég nota doc tilboðið þitt?'' frá Ísaki vini mínum

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: KR

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Natasha Anasi

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Guðrún Jóna og Haukur Ben

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Emma Steinsen, örugglega mjög fín stelpa en óþolandi á vellinum

Hver var fyrirmyndin þín í­ æsku: Fernando Torres

Sætasti sigurinn: 1-0 sigur á Fylki síðasta sumar, alltaf gaman að vinna Gunna

Mestu vonbrigðin: Falla úr bestu í fyrra var ekki gaman

Uppáhalds lið í enska: Liverpool

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Væri til í að fá Elínu Helenu aftur

Efnilegasti fótboltamaður/kona landsins: Salóme Kristín

Fallegasti fótboltamaðurinn á Íslandi: Gylfi Sig

Fallegasta fótboltakonan á Íslandi: Dröfn Einarsdóttir

Besti fótboltamaðurinn frá upphafi: Messi

Ein regla í fótbolta sem þú myndir breyta: Sá sem fiskar vítið þarf að taka það

Uppáhalds staður á Íslandi: Stafnes

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Þegar Anita var rifin niður á hárinu í leik á móti Fjölni, alltaf rautt spjald en minnir að hún hafi sloppið með gult bara

Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta: Nei

Fyrir utan fótbolta, fylgist þú með öðrum íþróttum: Fylgist mikið með körfubolta

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Nike Mercurial

Í hverju varstu/ertu lélegastur í­ skóla: Fann íslenska alltaf mjög boring og einkunnirnar eftir því

Vandræðalegasta augnablik: Þegar ég ristarbrotnaði í upphitun á æfingu í fyrra og missti af hálfu tímabilinu, kannski ekki vandræðalegt en sýnir hversu misheppnuð ég get verið.

Hvaða þremur leikmönnum byðir þú í mat og af hverju: Alltaf Anitu Lindu og Evu Lind, alvöru stemningskonur, síðan væri gaman að fá Van Dijk því hann er flottastur

Bestur/best í klefanum og af hverju: Anita Lind, alvöru DJ og stemningskona

Hvern í liðinu þínu myndirðu velja til að taka þátt í sjónvarpsþáttaröð: Segja hvaða seríu og af hverju (dæmi: Survivor, Love Island, Idol, Got Talent) Alltaf Eva Lind í Idolið, hún er með englarödd

Sturluð staðreynd um sjálfan þig:

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Watan, sjúklega fyndin og skemmtileg

Hverju laugstu síðast: Laug öruggleg að einhverju í reit til að komast hjá því að fara inní

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: upphitun og hlaup án bolta

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja:

Einhver skilaboð til stuðningsmanna fyrir sumarið: Allar á völlinn í sumar, lofa góðri skemmtun
Athugasemdir
banner
banner