Mainoo fær nýjan samning - Goretzka og Gomes orðaðir við Man Utd - Bremer og Kerkez við Liverpool
banner
   sun 04. júní 2023 20:10
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ákvörðun Benzema kom Ancelotti á óvart - „Sagði okkur þetta í morgun"
Mynd: EPA

Karim Benzema kom Carlo Ancelotti stjóra Real Madrid í opna skjöldu þegar hann tilkynnti að hann muni yfirgefa félagið eftir tímabilið.


Benzema sem er orðinn 35 ára gekk til liðs við Real Madrid árið 2009 frá Lyon en hann lék 648 leiki fyrir spænska liðið og skoraði 353 mörk.

Hann er sagður vera á leið til Sádí-Arabíu en þar mun hann hitta fyrir fyrrum félaga sinn hjá Real, Cristiano Ronaldo en Lionel Messi er einnig orðaður við félag frá Sádí-Arabíu.

Ancelotti var hissa þegar Benzema tilkynnti honum að hann væri á förum.

„Benzema sagði okkur frá ákvörðuninni að yfirgefa félagið í morgun, það kom mikið á óvart. Nú höfum við tíma til að hugsa um hvað við eigum að gera. Við munum kaupa framherja," sagði Ancelotti.

„Við viljum kaupa framherja sem getur skorað mörk og tekið þátt í spilinu, svo framherja sem spilar góðan fótbolta."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner