Gonzalo Garcia gæti verið lánaður til Brighton frá Real Madrid - Man Utd vill sænskan táning - Liverpool leiðir kapphlaupið um Semenyo
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
banner
   þri 04. júní 2024 23:32
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Óvæntasti sprettur kvöldsins - „Hann hafði greinilega enga trú á mér"
Icelandair
Guðrún í leiknum í dag.
Guðrún í leiknum í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Hlín klobbaði markvörð austurríska liðsins.
Hlín klobbaði markvörð austurríska liðsins.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Markmannsþjálfarinn Ólafur Pétursson.
Markmannsþjálfarinn Ólafur Pétursson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var mjög sætur sigur og mikilvægur í átt að okkar markmiðum," sagði Guðrún Arnardóttir eftir sigur á Austurríki á Laugardalsvelli í kvöld.

Íslenska liðið er nú komið með innbyrðisstöðu gagnvart Austurríki í baráttunni um 2. sætið í riðlinum. Efstu tvö liðin í riðlinum fara beint á EM.

Lestu um leikinn: Ísland 2 -  1 Austurríki

„Mér leið vel á vellinum, fannst við vera með yfirhöndina allan leikinn og fannst við nokkuð þéttar. Mér leið alltaf vel og fannst við alltaf vera fara vinna leikinn."

„Það var ógeðslega gaman að fagna með stuðningsmönnum eftir leik. Þrátt fyrir smá kulda þá var fullt af fólki í stúkunni sem er ótrúlega gaman að sjá."

„Ég er reyndar aðdáandi þess að vera gervigrasi en það kom mér á óvart hversu góður völlurinn var. Það er alltaf smá sjarmi yfir því að ver á Laugardalsvelli."


Guðrún var spurð út í stöðuna í riðlinum.

„Það getur verið rosalega mikilvægt að vera með þessa innbyrðisstöðu og það var okkar markmið í þessu verkefni. Það tókst og það er mikilvægt fyrir næsta glugga."

„Næsti gluggi leggst vel í mig, náðum okkar markmiðum í þessum glugga þannig við förum inn í næsta glugga tilbúnar að koma okkur á EM."


Eitt allra eftirminnilegasta atvik leiksins er sprettur Guðrúnar í aðdraganda fyrra marks Íslands. Hún skeiðaði upp völlinn og fann svo Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur á hárréttum tíma. Hlín Eiríksdóttir skoraði svo í kjölfarið, markið má sjá í spilaranum neðst.

„Boltinn skaust til mín einhvern veginn, ég tók fyrstu snertinguna, sá að þær hörfuðu og ákvað að keyra á þetta. Ég veit ekki hvað kom yfir mig, þetta er ekki líkt mér en ég er bara guðslifandi fegin að við höfum skorað upp úr þessu svo þetta var ekki til einskis."

Undirritaður hugsaði hvenær Guðrún ætlaði sér að gefa boltann.

„Ég fékk að heyra að Óli (Ólafur Pétursson) hefði verið á hliðarlínunni öskrandi á mig að gefa boltann frá fyrstu snertingu. Hann hafði greinilega enga trú á mér," sagði Guðrún og hló. „Karó var líka að öskra á mig, það gaf mér plássið að hún var að kalla á boltann. Svo þegar varnarmaðurinn steig í mig þá losaði ég boltann til Karó. Það var svo gott að sjá Hlín skora, svo gaman. Ég var guðslifandi fegin að við komumst yfir og að þetta hafi heppnast vel. Flottur sprettur, ógeðslega gaman."

Íslenska liðið var að leita að marki í seinni hálfleiknum. Þá reis Hildur Antonsdóttir upp í teignum og stangaði boltann af krafti í netið.

„Ég var alltaf með tilfinningu að við myndum vinna leikinn, fannst við sterkari aðilinn, en það var ótrúlega sætt þegar Hildur negldi boltanum inn með hausnum. Það var ótrúlega gott."

Guðrún var spurð út í það að spila í vinstri bakverðinum en hún spilar oftast í miðverðinum með félagsliði sínu Rosengård í Svíþjóð. Svarið við þeirri spurningu má heyra í spilaranum efst.


Athugasemdir
banner
banner
banner