Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 04. júlí 2022 13:47
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Chelsea íhugar að bjóða í Ronaldo
Mynd: Getty Images
Chelsea er að íhuga að fá Cristiano Ronaldo í sínar raðir frá Manchester United í kjölfar fregna af því að Ronaldo vilji fara frá United. Frá þessu greinir The Athletic.

United er staðfast á því að Ronaldo sé ekki til sölu og hefur ítrekað að Ronaldo sé samningsbundinn fram á næsta sumar.

Fyrir rúmri viku var sagt frá því að eigandi Chelsea hefði fundað með umboðsmani Ronaldo.

The Athletic segir frá því að líklegt sé að samtalið milli Jorge Mendes og Todd Boehly hafi haldið áfram.

Ronaldo vill spila áfram í Meistaradeild Evrópu og er það stór ástæða fyrir því að hann sér ekki fyrir sér að spila áfram með United.

Sjá einnig:
Ronaldo fær frí á æfingu vegna fjölskylduástæðna

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner