Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   þri 04. ágúst 2020 11:50
Magnús Már Einarsson
Andri Fannar framlengir hjá Bologna (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andri Fannar Baldursson hefur framlengt samning sinn við Bologna til 30. júní árið 2025.

Hinn 18 ára gamli Andri Fannar kom við sögu í sjö leikjum með Bologna á nýliðnu tímabili í Serie A á Ítalíu.

Andri hefur verið í viðræðum við Bologna um nýjan samning undanfarna mánuði og hann hefur nú skrifað undir.

Andri Fannar lék með yngri flokkum Breiðabliks áður en hann gekk í raðir Bologna í fyrra.

Stór félög hafa sýnt Andra áhuga en hann ákvað að framlengja samning sinn við Bologna.

Sjá einnig:
Viðtal við Andra í útvarpsþætti Fótbolta.net (16. apríl)
Athugasemdir
banner