mið 04. ágúst 2021 17:52
Brynjar Ingi Erluson
Alisson búinn að skrifa undir nýjan samning við Liverpool (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Brasilíski markvörðurinn Alisson Becker framlengdi í dag samning sinn við Liverpool til 2027. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

Liverpool gekk frá samningum við Fabinho í gær og fylgdi því fast á eftir með að klára samningamálin við Alisson í dag.

Alisson er 28 ára gamall og kom til Liverpool frá Roma fyrir þremur árum fyrir 67 milljón punda.

Hann vann gullhanskann á fyrsta tímabili sínu með liðinu og hefur unnið ensku úrvalsdeildina, Meistaradeild Evrópu og HM félagsliða á þessum þremur árum.

Samningur Alisson gildir til næstu sex ára eða til 2027. Penninn er á lofti hjá Liverpool en félagið hefur í hyggju að framlengja einnig við Virgil van Dijk, Jordan Henderson, Mohamed Salah, Roberto Firmino og Mohamed Salah.

„,Ég þurfti ekki að hugsa mig mikið um. Þetta er eitthvað sem við höfum byggt á síðustu þremur árum, það er þetta sjálfstraust og traust sem ég hef til félagsins og öfugt," sagði Alisson.

„Ég og fjölskyldan erum afar ánægð hér. Krakkarnir hafa komið sér vel fyrir og eru að vaxa. Við erum ánægð og ég er sérstaklega ánægður að geta haldið áfram að vinna hér. Þetta var ekki erfið ákvörðun."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner