Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
Gísli Laxdal: Ég potaði honum inn hundrað prósent
Viktor varð ekki stressaður: Kennie stendur fyrir sínu
Lárus Orri: Áttum okkur á því að þetta er bara einn sigur
Láki: Þurfum að hafa meira fyrir því að skora mörk
Rúnar Kristins: Það bjargaði okkur alveg
Aðstaðan kom Caulker skemmtilega á óvart - „Frábær vettvangur til að læra, þróa minn feril og hjálpa liðinu“
Frá Ólafsvík á EM - „Maður er í þeim forréttindahópi"
Draumurinn rættist núna eftir svekkjandi tíðindi 2022
Upplifir fyrsta stórmótið með Íslandi - „Eiginlega engin orð fyrir það"
Skelltu sér í sjóinn og fengu góðan mat - „Bara flottara í persónu"
   fim 04. ágúst 2022 23:07
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
Alexander: Óþarfa tap fannst mér
Kvenaboltinn
Alexander Aron Davorsson, þjálfari Aftureldingar
Alexander Aron Davorsson, þjálfari Aftureldingar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Bara súrt tap og svona óþarfa tap fannst mér. En svona er þetta bara, já bara hundfúlt," sagði Alexander Aron Davorsson þjálfari Aftureldingar eftir tap gegn Þrótti R. í Bestu deild kvenna í kvöld.

Alexander var þó nokkuð sáttur með frammistöðu liðsins heilt yfir. 

„Já svona heilt yfir sáttur sko. Mér fannst við gefa tvö ódýr mörk og það var svona það sem ég var ekki sáttur með. En fullt hrós á leikmennina, við sækjum fimm nýja erlenda leikmenn og þær lenda fyrir 4-5 dögum síðan og við höfum einhverjar þrjár æfingar til að koma þeim inn í þetta."


Lestu um leikinn: Afturelding 0 -  2 Þróttur R.

Afturelding fékk til sín fimm nýja erlenda leikmenn í félagaskiptaglugganum í júlí.

„Þetta tekur bara allt tíma. Þær lentu hérna fyrir einhverjum þrem dögum og þetta tekur bara tíma. En eins og er búið að gerast bara í allt sumar þá er margt búið að koma upp á hjá okkur þannig við þurftum að gera eitthvað og við ákváðum að reyna að styrkja, að vera allavega með hóp til að klára tímabilið."

Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir spilaði síðasta hálftímann í kvöld, en hún varð fyrir meiðslum rétt fyrir fyrsta leik tímabilsins, eftir að hafa verið markahæst í Lengjudeildinni síðasta sumar og verið algjör lykil leikmaður í liði Aftureldingar.

„Hún er alltaf bara að koma nær og nær þessu, hún lendir í mjög erfiðum meiðslum og það er mjög erfitt að koma til baka eftir 7-8 mánuði og spila. En mér fannst hún bara koma mjög fínt inn í þetta í dag, það er kraftur og þetta á bara eftir að verða betra."

Afturelding situr áfram í botnsæti deildarinnar og sækir Þór/KA heim á Akureyri á þriðjudaginn.

„Mér líst bara vel á þetta, þetta er bara tveir sigurleikir og við erum komin upp úr fallsæti þannig þetta er bara á meðan við gefum allt í þessa leiki þá hef ég engar áhyggjur af þessu," sagði Alexander að lokum.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner