Mainoo eftirsóttur - Forest ætlar að hækka verðmiðann á Anderson - Salah á förum?
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
banner
   fim 04. ágúst 2022 23:07
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
Alexander: Óþarfa tap fannst mér
Kvenaboltinn
Alexander Aron Davorsson, þjálfari Aftureldingar
Alexander Aron Davorsson, þjálfari Aftureldingar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Bara súrt tap og svona óþarfa tap fannst mér. En svona er þetta bara, já bara hundfúlt," sagði Alexander Aron Davorsson þjálfari Aftureldingar eftir tap gegn Þrótti R. í Bestu deild kvenna í kvöld.

Alexander var þó nokkuð sáttur með frammistöðu liðsins heilt yfir. 

„Já svona heilt yfir sáttur sko. Mér fannst við gefa tvö ódýr mörk og það var svona það sem ég var ekki sáttur með. En fullt hrós á leikmennina, við sækjum fimm nýja erlenda leikmenn og þær lenda fyrir 4-5 dögum síðan og við höfum einhverjar þrjár æfingar til að koma þeim inn í þetta."


Lestu um leikinn: Afturelding 0 -  2 Þróttur R.

Afturelding fékk til sín fimm nýja erlenda leikmenn í félagaskiptaglugganum í júlí.

„Þetta tekur bara allt tíma. Þær lentu hérna fyrir einhverjum þrem dögum og þetta tekur bara tíma. En eins og er búið að gerast bara í allt sumar þá er margt búið að koma upp á hjá okkur þannig við þurftum að gera eitthvað og við ákváðum að reyna að styrkja, að vera allavega með hóp til að klára tímabilið."

Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir spilaði síðasta hálftímann í kvöld, en hún varð fyrir meiðslum rétt fyrir fyrsta leik tímabilsins, eftir að hafa verið markahæst í Lengjudeildinni síðasta sumar og verið algjör lykil leikmaður í liði Aftureldingar.

„Hún er alltaf bara að koma nær og nær þessu, hún lendir í mjög erfiðum meiðslum og það er mjög erfitt að koma til baka eftir 7-8 mánuði og spila. En mér fannst hún bara koma mjög fínt inn í þetta í dag, það er kraftur og þetta á bara eftir að verða betra."

Afturelding situr áfram í botnsæti deildarinnar og sækir Þór/KA heim á Akureyri á þriðjudaginn.

„Mér líst bara vel á þetta, þetta er bara tveir sigurleikir og við erum komin upp úr fallsæti þannig þetta er bara á meðan við gefum allt í þessa leiki þá hef ég engar áhyggjur af þessu," sagði Alexander að lokum.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner