Gonzalo Garcia gæti verið lánaður til Brighton frá Real Madrid - Man Utd vill sænskan táning - Liverpool leiðir kapphlaupið um Semenyo
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   fim 04. ágúst 2022 23:07
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
Alexander: Óþarfa tap fannst mér
Kvenaboltinn
Alexander Aron Davorsson, þjálfari Aftureldingar
Alexander Aron Davorsson, þjálfari Aftureldingar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Bara súrt tap og svona óþarfa tap fannst mér. En svona er þetta bara, já bara hundfúlt," sagði Alexander Aron Davorsson þjálfari Aftureldingar eftir tap gegn Þrótti R. í Bestu deild kvenna í kvöld.

Alexander var þó nokkuð sáttur með frammistöðu liðsins heilt yfir. 

„Já svona heilt yfir sáttur sko. Mér fannst við gefa tvö ódýr mörk og það var svona það sem ég var ekki sáttur með. En fullt hrós á leikmennina, við sækjum fimm nýja erlenda leikmenn og þær lenda fyrir 4-5 dögum síðan og við höfum einhverjar þrjár æfingar til að koma þeim inn í þetta."


Lestu um leikinn: Afturelding 0 -  2 Þróttur R.

Afturelding fékk til sín fimm nýja erlenda leikmenn í félagaskiptaglugganum í júlí.

„Þetta tekur bara allt tíma. Þær lentu hérna fyrir einhverjum þrem dögum og þetta tekur bara tíma. En eins og er búið að gerast bara í allt sumar þá er margt búið að koma upp á hjá okkur þannig við þurftum að gera eitthvað og við ákváðum að reyna að styrkja, að vera allavega með hóp til að klára tímabilið."

Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir spilaði síðasta hálftímann í kvöld, en hún varð fyrir meiðslum rétt fyrir fyrsta leik tímabilsins, eftir að hafa verið markahæst í Lengjudeildinni síðasta sumar og verið algjör lykil leikmaður í liði Aftureldingar.

„Hún er alltaf bara að koma nær og nær þessu, hún lendir í mjög erfiðum meiðslum og það er mjög erfitt að koma til baka eftir 7-8 mánuði og spila. En mér fannst hún bara koma mjög fínt inn í þetta í dag, það er kraftur og þetta á bara eftir að verða betra."

Afturelding situr áfram í botnsæti deildarinnar og sækir Þór/KA heim á Akureyri á þriðjudaginn.

„Mér líst bara vel á þetta, þetta er bara tveir sigurleikir og við erum komin upp úr fallsæti þannig þetta er bara á meðan við gefum allt í þessa leiki þá hef ég engar áhyggjur af þessu," sagði Alexander að lokum.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner