Haaland verður með riftunarákvæði - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Antony til Newcastle?
   mið 04. september 2024 14:24
Fótbolti.net
Greenwood óstöðvandi með Marseille
Mason Greenwood.
Mason Greenwood.
Mynd: Getty Images
Enski knattspyrnumaðurinn Mason Greenwood hefur heldur betur fengið draumabyrjun í Frakklandi. Hann skoraði tvö mörk á einni mínútu (16 mín.) þegar Marseille lagði Toulouse á útivelli um sl. helgi 3-1.

Þessi fyrrverandi leikmaður Manchester United, sem leikur í peysu nr. 10, kann vel við sig í Frakklandi og hefur skorað 5 mörk í fyrstu þremur leikjum Marseille. Tvö mörk gegn Brest á útivelli í fyrsta leiknum, 5-1, og eitt mark í öðrum leiknum, gegn Reims á heimavelli, 2-2.

Aðeins tveir knattspyrnumenn hafa skorað fimm mörk í fyrstu þremur leikjunum í Frakklandi í 50 ár. Hinn er Ítalinn Mario Balotelli, sem skoraði 5 mörk fyrir Nice í þremur fyrstu leikjunum 2016; nýkominn frá Manchester City.
Athugasemdir
banner
banner
banner