Skagamaðurinn Hákon Arnar Haraldsson verður ekki með íslenska landsliðinu í leikjum liðsins gegn Svartfjallalandi og Tyrklandi í Þjóðadeildinni í þessum mánuði, en hann þurfti að draga sig úr hópnum vegna meiðsla.
KSÍ hefur ákveðið að kalla ekki inn annan leikmenn í stað Hákonar, að minnsta kosti ekki að svo stöddu.
Hákon hefur verið með mikilvægustu leikmönnum landsliðsins síðan hann kom fyrst inn í hópinn fyrir tveimur árum.
Hann hefur spilað 19 A-landsleiki og skorað 3 mörk.
Þetta er þriðji leikmaðurinn sem neyðist til að draga sig úr hópnum í þessum glugga á eftir Sverri Inga Ingasyni og Brynjari Inga Bjarnasyni.
Vegna meiðsla hefur Hákon Arnar Haraldsson þurft að draga sig úr landsliðshópnum fyrir komandi leiki í Þjóðadeild UEFA. Ekki verður kallaður inn annar leikmaður að svo stöddu. #viðerumÍsland pic.twitter.com/aHtAfue0r0
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) September 4, 2024
Athugasemdir