Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   mið 04. september 2024 18:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Willum: Ótrúlega skemmtilegt að við höfum báðir náð svona langt
Icelandair
Willum Þór Willumsson.
Willum Þór Willumsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Willum gekk í raðir Birmingham í sumar.
Willum gekk í raðir Birmingham í sumar.
Mynd: Birmingham City
Alfons Sampsted.
Alfons Sampsted.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta eru tveir spennandi leikir. Við byrjum á heimavelli sem er gaman. Það er alltaf gaman að spila á Íslandi," sagði Willum Þór Willumsson, landsliðsmaður, þegar hann ræddi við Fótbolta.net í dag.

Ísland byrjar á föstudaginn nýja Þjóðadeild þegar Svartfellingar koma í heimsókn á Laugardalsvöll.

„Það er gaman að byrja riðilinn á því og vonandi getum við byrjað almennilega. Þetta er mjög skemmtilegt. Miðað við riðilinn er þetta líklega einn besti leikurinn til að byrja á. Það er líka föstudagskvöld sem er alltaf skemmtilegur tími. Vonandi verður nóg af fólki á vellinum."

„Það hefur verið stígandi í þessu og mér finnst við hafa verið að bæta okkur í hverjum einasta glugga. Við ætlum að halda áfram að gera það og þá getur þetta orðið helvíti sterkt lið," segir Willum.

Mikill metnaður hjá félaginu
Willum gekk í raðir Birmingham í sumar og varð hann þá dýrasti leikmaður í sögu C-deildarinnar á Englandi. Birmingham keypti hann fyrir 4 milljónir evra frá Go Ahead Eagles í Hollandi. Birmingham bætti síðan metið tvisvar en það er mikill metnaður hjá félaginu.

„Byrjunin hefur verið mjög góð og við erum efstir ásamt tveimur öðrum liðum. Markmiðið er að vinna deildina og fara upp," segir Willum.

„Fólk utan frá horfir kannski á að ég sé að fara úr hollensku úrvalsdeildinni í C-deild og finnst það pínu skrítið - sem ég skil alveg - en Birmingham er ekki félag sem á að vera í C-deild. Þetta er risafélag sem er komið með nýja eigendur, nýtt æfingasvæði og hefur keypt helling af leikmönnum í sumar. Og jafnvel þó þetta sé League One, þá eru þetta allt erfiðir leikir og maður bætir sig helling. Þetta var mjög flott skref fyrir mig og ég er mjög sáttur."

Birmingham hefur sýnt mikinn metnað með leikmannakaupum í sumar.

„Metnaðurinn er að fara upp í ár og þeir tala um ensku úrvalsdeildina á næstu árum. Það eru stór markmið og það er gaman að vera partur af þessu verkefni. Vonandi hjálpa ég þeim að ná sem lengst," segir Willum.

Bestu vinirnir úr Kópavoginum
Alfons Sampsted, æskuvinur Willums, gekk einnig í raðir Birmingham fyrir stuttu. Vinirnir úr Kópavoginum eru núna að spila saman í stóru félagi á Englandi.

„Það var mjög óvænt þegar það kom upp en ógeðslega gaman að fá að vera með Íslending í liðinu og hvað þá besta vini mínum. Þetta var óvænt en mjög skemmtilegt," segir Willum.

„Hann spurði mig aðeins út í þetta og ég sagði honum allt. Ég held að þetta hafi líka verið auðveld ákvörðun fyrir hann. Verkefnið sem er í gangi, það er erfitt að segja nei við þessu. Það er ótrúlega skemmtilegt að við höfum báðir náð svona langt. Við erum núna í sama liði sem er geggjað, eiginlega ótrúlegt."

Allt viðtalið má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner