Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 04. október 2022 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Meistaradeildin í dag - Liverpool þarf sigur gegn Rangers
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images

Riðlakeppni Meistaradeildarinnar fer aftur af stað í kvöld þegar nokkur af stærstu félagsliðum heims mæta til leiks.


Veislan byrjar í München og Marseille þar sem Bayern og OM taka á móti Viktoria Plzen og Sporting CP.

Stórveldi Liverpool fær svo Rangers í heimsókn en lærisveinar Jürgen Klopp hafa ekki farið vel af stað á nýju tímabili. Rangers reyndist spútnik lið Evrópudeildarinnar í fyrra en hefur farið illa af stað í Meistaradeildinni og er með markatöluna 0-7 eftir töp gegn Ajax og Napoli. 

Liverpool er með þrjú stig eftir flotta frammistöðu í sigri gegn Ajax.

Tottenham heimsækir þá Evrópudeildarmeistara Eintracht Frankfurt á meðan Ajax og Napoli eigast við í tveimur hörku leikjum. Spurs og Frankfurt eru jöfn með þrjú stig en Napoli er þremur stigum fyrir ofan Ajax.

Stórleikur kvöldsins fer þó fram á Ítalíu þar sem Inter fær Barcelona í heimsókn í dauðariðli. Liðin eru bæði með þrjú stig eftir tapleiki gegn FC Bayern.

Porto og Bayer Leverkusen eigast við í áhugaverðri rimmu á meðan Atletico Madrid heimsækir Club Brugge til Belgíu.

A-riðill:
19:00 Liverpool - Rangers
19:00 Ajax - Napoli

B-riðill:
19:00 Porto - Leverkusen
19:00 Club Brugge - Atletico Madrid

C-riðill:
16:45 FC Bayern - Viktoria Plzen
19:00 Inter - Barcelona

D-riðill:
16:45 Marseille - Sporting
19:00 Eintracht Frankfurt - Tottenham


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner