Real Madrid girnist Palmer - Arsenal og Man Utd berjast um David - City reynir að lokka Wirtz frá Leverkusen
   mán 04. nóvember 2024 11:11
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Leikmenn Man Utd vilja halda Van Nistelrooy og Fletcher
Ruud van Nistelrooy.
Ruud van Nistelrooy.
Mynd: Getty Images
Leikmenn Manchester United vilja halda Ruud van Nistelrooy hjá félaginu þegar Rúben Amorim tekur við liðinu.

Van Nistelrooy á eftir að stýra tveimur leikjum hjá Man Utd en hann stýrði öðrum leik sínum í gærkvöldi þegar liðið gerði jafntefli gegn Chelsea.

Van Nistelrooy vonast til að vera áfram hluti af þjálfarateyminu hjá Amorim sem tekur við liðinu 11. nóvember og leikmennirnir vona einnig að hann verði áfram.

Sky segir frá því að leikmennirnir kuni að meta samskiptahæfni Hollendingsins og eru ánægðir með hans störf.

Það kemur einnig fram að leikmennirnir vilji halda Darren Fletcher sem hluti af þjálfarateyminu.

Amorim mun koma með sína þjálfara frá Sporting Lissabon en það er spurning hvort Van Nistelrooy og Fletcher verði áfram.
Athugasemdir
banner
banner
banner