Man City bjartsýnt á að skáka Liverpool í baráttu um Guehi - Man City hefur áhuga á Michael Kayode - Rudiger aftur til Chelsea?
   mið 04. desember 2019 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England í dag - Mourinho mætir aftur á Old Trafford
Það er ofur-miðvikudagur, ef svo má að orði komast, framundan í ensku úrvalsdeildinni.

Það verða sex leikir spilaðir í dag og verður hægt að horfa á þá alla í beinni útsendingu.

„Nú gæti landslagið mögulega verið að breytast. Allavega er Amazon Prime eitthvað að prófa sig áfram með enska og keypti tvær umferðir í miðri viku. Sú fyrri er núna í vikunni og svo aftur á annan í jólum. Þar sem Prime Video streymir út um allan heim var ekki hægt að takmarka sýningarrétt annarra rétthafa og því vorum við ekki lengi að grípa það tækifæri og sýna alla leikina núna og aftur 26. des," sagði Tómas Þór Þórðarson, ritstjóri enska boltans á Símanum, við Fótbolta.net.

Það eru tveir stórleikir í kvöld. Jose Mourinho fer aftur á Old Trafford, hann mætir sínu gamla félagi með sínu nýja félagi. Viðureign Manchester United og Tottenham verður mjög áhugaverð.

Svo er grannaslagur í Liverpool er topplið ensku úrvalsdeildarinnar, Liverpool, tekur á móti Everton, sem hefur verið í vandræðum á þessu tímabili.

Tómas verður á Anfield ásamt aðstoðarlandsliðsþjálfaranum Frey Alexanderssyni.

„Þó Gylfi sé ekki beint á heimavelli verður afskaplega spennandi að sjá hann í þessum risastóra borgarslag og gera allt upp á grasinu á Anfield,“ sagði Tómas Þór.

miðvikudagur 4. desember
19:30 Leicester - Watford (Síminn Sport 4)
19:30 Wolves - West Ham (mbl.is)
19:30 Southampton - Norwich (mbl.is)
19:30 Chelsea - Aston Villa (Síminn Sport 3)
19:30 Man Utd - Tottenham (Síminn Sport 2)
20:15 Liverpool - Everton (Síminn Sport)
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 21 15 4 2 40 14 +26 49
2 Man City 21 13 4 4 45 19 +26 43
3 Aston Villa 21 13 4 4 33 24 +9 43
4 Liverpool 21 10 5 6 32 28 +4 35
5 Brentford 21 10 3 8 35 28 +7 33
6 Newcastle 21 9 5 7 32 27 +5 32
7 Man Utd 21 8 8 5 36 32 +4 32
8 Chelsea 21 8 7 6 34 24 +10 31
9 Fulham 21 9 4 8 30 30 0 31
10 Sunderland 21 7 9 5 21 22 -1 30
11 Brighton 21 7 8 6 31 28 +3 29
12 Everton 21 8 5 8 23 25 -2 29
13 Crystal Palace 21 7 7 7 22 23 -1 28
14 Tottenham 21 7 6 8 30 27 +3 27
15 Bournemouth 21 6 8 7 34 40 -6 26
16 Leeds 21 5 7 9 29 37 -8 22
17 Nott. Forest 21 6 3 12 21 34 -13 21
18 West Ham 21 3 5 13 22 43 -21 14
19 Burnley 21 3 4 14 22 41 -19 13
20 Wolves 21 1 4 16 15 41 -26 7
Athugasemdir
banner
banner