Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   sun 04. desember 2022 23:49
Brynjar Ingi Erluson
Mbappe í fyrsta viðtalinu á HM: Þetta er ekki eitthvað persónulegt gagnvart blaðamönnunum
Mynd: Getty Images
Franski framherjinn Kylian Mbappe tjáði sig við fjölmiðla í fyrsta sinn síðan HM fór af stað í síðasta mánuði en hann vildi útskýra mál sitt eftir 3-1 sigurinn á Póllandi í 16-liða úrslitum mótsins í dag.

Mbappe er markahæsti maður HM með fimm mörk og þá er hann með tvær stoðsendingar ofan á það.

Hann hefur verið besti maður Frakka á mótinu sem ætla að gera atlögu að því að verja titilinn.

Mbappe hefur ekkert komið fram í viðtölum á HM en hann vildi einbeita sér að mótinu.

„Ég vildi tjá mig. Ég veit að það eru margar spurningar um það af hverju ég vildi ekki tjá mig. Ég vil koma því á framfæri til þeirra blaðamanna sem eru á svæðinu að þetta er ekkert persónulegt gagnvart þeim og ég hef ekkert gegn þessu fóki. Það er bara það að ég hef þessa þörf fyrir að einbeita mér að mótinu og þegar ég vil einbeita mér að einhverju þá þarf ég að leggja allt í það og ekki eyða orku í eitthvað annað. Það er ástæðan fyrir því að ég tjáði mig ekki,“ sagði Mbappe.

Samkvæmt reglum FIFA verður sá sem er valinn bestur í hverjum leik að ræða við fjölmiðla en Mbappe mætti ekki í viðtöl eftir að hann var valnn bestur gegn Ástralíu í riðlakeppninni. Frakkar verða því sektaðir fyrir það en hann mun borga það úr eigin vasa.

„Ég frétti það nýlega að það ætti að sekta knattspyrnusambandið fyrir þetta. Ég mun borga þessa sekt því að sambandið á ekki að greiða fyrir persónulegar ákvarðanir.“

Mbappe fór ekkert leynt með markmið Frakklands á mótinu en það er auðvitað að vinna það.

„Auðvitað er HM þráhyggja hjá mér. Þetta er keppnin sem mig dreymir um og er heppinn að spila í. Ég undirbjó tímabilið sérstaklega í kringum þessa keppni, bæði líkamlega og andlega. Ég vildi vera klár og það gengur vel eins og staðan er í dag, en við erum samt langt frá því markmiði sem við höfum sett okkur og það sem ég hef sett mér sem er að vinna mótið,“ sagði Mbappe í lokin.”
Athugasemdir
banner
banner